Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 4

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 4
Leiðari Það styttist óðum í jólafrí Prófunum lýkur og jólin koma fyrr en varir. Flestum þykir eftirsóknarvert að geta lagst upp í sófa, sett tærnar upp í loft og horft áhyggjulaus á eina jólamynd eða svo. Þó er það ekki mögulegt öllum að slappa svona af. í dag eru margir hreinlega ekki fjárhagslega í stakk búnir til að halda jól. Gríðarlegur fjöldi býr við þær aðstæður að hafa misst heimili sitt og þarf því að treysta á góðmennsku náinna ættingja og vina. Jólin geta því verið erfiður tími fyrir marga þegar engir peningar eru fyrir hendi til þess að kaupa jólagjafir eða að versla í jólamatinn. (blaðinu kynnumstvið starfi Rauða krossins í aðdraganda jólanna. Starfið sem þar fer fram er óeigingjarnt en jafnframt krefjandi. Það hlýtur að vera hollt fyrir hvern mann að stunda sjálfboðastarf í einni eða annarri mynd og sérstaklega i aðdraganda jóla. Þeim fer vafalaust fækkandi sem eiga afgang um hver mánaðamót en öll ættum við þó að reyna að leggja okkar af mörkum í náungakærleik og veita þeim aðstoð sem helst þurfa á að halda. Að geta lagt eitthvað af mörkum er gefandi í sjálfu sér, jólagjafir þurfa ekki alltaf að fela í sér peningaútlát. Jólin hafa löngum verið kölluð hátíð barnanna, börnin gera jólin að enn meira tilhlökkunarefni með eftirvæntingu og niðurtalningu í aðfangadag. Það eru þó þau sem oft finna mest fyrir því þegar erfiðleikar steðja að. Börnin eiga ekki sök á því hvernig fyrir okkur er komið en þau finna engu að síður fyrir afleiðingunum. í dag þekkja eflaust flestir íslendingartil einhverra sem hafa misst heimilið sitt, sparnaðinn eða vinnuna eða til þeirra sem sitja uppi með himinháar skuldir þar sem höfuðstóll lána hefur rokið upp úr öllu valdi. „Þetta fólk" er auðvitað bara fólk eins og ég og þú. Ég vil hvetja lesendur til að leggja sitt af mörkum til að gera jólahátíðina ánægjulegri fyrir þessar fjölskyldur þannig að þeir sem eiga um sárt að binda geti fengið hvíld frá áhyggjunum og hlakkað til jólanna. Áslaug Baldursdóttir ritstjóri Naomi Lea Grosman Blaðamaður Margrét Ágústsdóttir Blaðamaður margret@oddi.is Kristján Andri Jóhannsson Blaðamaður kajl 7@hi.i Björn Gíslason Prófarkalesari bgisla@hi.is Jón Júlíus Karlsson Ljósmyndun jjkl @hi.is Edda Sigurðardóttir Blaðamaður edsl 3@hi.is Ritstjórn Súsanna Gestsdóttir Blaðamaður sojalatte@gmail.com ^ Steinunn Björk Bragadóttir ^^c^a^@^otrna'l'com Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir Blaðamaður tha50@hi.is Karl Emil Guðmundsson Umbrot skemill@gmail.com Þórdís Reynisdóttir Ljósmyndun flickr.com/photos/tordi Ásdís Auðunsdóttir Blaðamaður asa24@hi.is Kristrún Ósk Karlsdóttir Blaðamaður kriskar@hi.is 4 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.