Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 11
okkur ( botn reyndar, en heimamenn voru kannski
aðeins skeptískir þar sem við dúkkuðum þarna upp,
fimm saman, skjannahvítir í stuttbuxum.
Við ræðum um ný plötuumslög sveitanna.
Siggi segir frá því að græni liturinn hafi verið
höfuðeinkenni fyrstu tveggja platna Hjálma en að á
þriðju plötunni hafi annað verið uppi á teningnum.
S: Já, við lentum í svolítilli krísu sem hljómsveit á
þriðju plötunni sem endurspeglaðist þá í litnum
á því „kóveri" sem var appelsínugult eða eins og
fölnað laufblað. Kannski var eitthvað að hausta
innan bandsins á þeim tíma enda er þriðja platan
svona einna melankólískust af öllum plötunum.
En svo var svo mikið stuð á nýju plötunni að við
þurftum að fá græna litinn aftur. Nýja „kóverið"
er málverk eftir listamanninn Davíð Örn sem ég
hef þekkt í nokkur ár en við fengum að velja úr
nokkrum verkum hans.
G: Við fengum vinkonu okkar, Reginu Maríu
Árnadóttur, sem er að stúdera grafíska hönnun í
New York, til þess að vinna umslagið fyrir okkur.
Myndlistin hennar felst meðal annars í því að skera
út nokkrar Ijósmyndir og skeyta þeim saman eins
og hún gerir á „kóverinu" okkar þar sem hún
notar tvær Ijósmyndir. Önnur myndin er af allsberri
konu sem horfir út um gluggann. Myndirnar í
bæklingnum sem fylgja plötunni eru eftir Jóa
Kjartans en Regína vann með þær.
Hvernig er tónlist ykkar að þróast?
G: Fyrsta platan okkar var voða mikið indípopp en
núna eru miklu meiri pælingar, stærri pælingar.
Lögin eru meira hugsuð fyrir fram, ég myndi
segja að það væru vandaðri vinnubrögð í gangi.
Svo eru bara nýjar stefnur farnar að segja til sín,
svolítið mikið diskó, nýjar útsetningar og þessi
söngleikjafílingur og smá Phil Spector „sánd" þarna
inn á milli, Wall of Sound áhrif til dæmis í Feels
like Sugar sem er svona power-ballaða sem Sigga
syngur. Það eru svona element sem eru tekin héðan
og þaðan sem við vildum prófa okkur áfram með.
Strákarnir eru viðloðandi ótal hljómsveitir og má
þar nefna Svitabandið,
Baggalút, Sigríði Thorlacius
og heiðurspilta, Fallega
menn og fleiri. Þessa
dagana starfar Guðmundur
með Frostrósum. Það má
segja að þeir hreinlega
lifi og hrærist f tónlist. En
hverjir ætli séu áhrifavaldar
þeirra?
S: Það eru svo margir,
ég myndi segja að það
væru aðallega mamma og
pabbi og allt umstangið í
kringum þau en þau hafa
alla tíð verið á kafi i tónlist,
mamma að spila á píanó og
pabbi að syngja úti um allar
trissur. Svo náttúrulega
var spilað mikið af plötum
heima, Elton John, Stevie
Wonder og fleira.
alltaf að spila á flygilinn heima og svo var það
óneitanlega mikill innblástur að hafa stóra bróður
niðri í kjallara með allar græjurnar. Stóra bróður
sem var líka að spila á tónleikum og kenna manni á
gítar og svoleiðis. Ég held að aðalinnspýtingin sé frá
fólki í kringum mig, fyrst mamma og pabbi og svo
Siggi. Þegar ég svo flutti ( bæinn frá Keflavfk þá datt
ég inn í vinahóp sem var allur stilltur inn á þetta
svið. Held að MH hafi líka haft mikið að segja en
þar ríkir þessi sérstaka menning. Ég meina, hvernig
er ekki hægt að vera innblásinn af því umhverfi þar
sem Stuðmenn sömdu til dæmis / bláum skugga.
I MH kynntist ég ótrúlega mörgu músfkfólki, þar
á meðal eiginlega öllum þeim sem eru í Hjaltalín.
Þar voru trilljón hljómsveitir í gangi, maðurtók
þátt í söngkeppni, lagasmíðakeppni og tróð upp
í Norðurkjallaranum. Svo núna f dag þá er ef til
vill mestu innspýtinguna að finna innan Hjaltalín
þar sem við erum sjö til átta manns, öll ólík með
mismunandi áhugasvið og reynslu á bakinu og við
smitum út frá okkur og þá hvert til annars. Annars
var ég heltekinn af Bítlunum og Elvis f mörg ár.
Kom fram á grunnskólaskemmtun í Keflavík þegar
ég var ellefu ára þar sem ég tók Elvis með kústskaft
í hendi. I kjölfarið var ég lagður í einelti og laminn.
Auk þess að starfa saman í tónlist búa bræðurnir
saman við Miklatún í Reykjavík. En hvernig ætli
sambúðin gangi?
G: Siggi er afskaplega sérvitur og veit sínu viti. Er
þrjóskur. Hann er ofsalega góð húsmóðir, hann
eldar rosalega góðan mat meðan ég kann sjálfur
ekki að elda. Uppáhaldsmaturinn minn sem Siggi
eldar er fiskur. Hann býr til dæmis til rosalega
góðan skötusel. Þegar hann fer út í búð og kaupir
í matinn kemur hann oftast til baka hlaðinn alls
konar ffneríi.
S: Það þýðir ekkert að kaupa bara hrísgrjón og
banana.
G: Ég held því fram að þegar Siggi labbar inn í búð
þá einhvern veginn geti hann ekki hamið sig. Hann
er þvílfkur sælkeri og ég nýt góðs af því.
S: Gummi getur ekki eldað og getur ekki gengið frá
eftir sig en hann er yfirleitt alltaf í góðu skapi
svona ef maður fer vel að honum. Ef maður fer illa
að honum þá er voðinn vís, sérstaklega ef það er
snemma dags. Við erum reyndar líkir að því leytinu
til, erum báðir svona b-hliðar.
Hvað með áhugamál fyrir utan tónlistina?
S: Ég hef mikinn áhuga á Ijósmyndun en hef ekki
getað sinnt því mikið undanfarið. Svo finnst mér
gaman að elda góðan mat og borða góðan mat.
G: Ég var rosalega mikið í hestum þangað til að það
komst bara ekki lengur að.
S: Það kemst ekkert rosalega mikið annað að þegar
maður er að reyna að starfa sem tónlistarmaður á
Islandi.
G: Ég hafði samt hugsað mér það að gerast A-týpa
og verða svona útivistargæi, klífa fjöll og veiða, fá
mér svo byssuleyfi og skjóta rjúpur og hreindýr.
Nú eru jólin að skella á, eruð þið bræðurnir í
jólastuði?
S: Ég komst í svolítið jólastuð um daginn en þá
vorum við að taka upp tvö jólalög sem koma út á
sjö tommu vínyl fyrir jólin.
Eruð þið jólabörn?
S: Já, það er voða notalegt þegar þau eru loksins
komin en ég er voðalega Iftið fyrir stressið og allt
það sem fylgir jólunum. En kannski verður þessu
öðruvfsi háttað þessi jólin, minna stress en það var í
góðærinu.
G: Já, ég held það. Ég fann einmitt fyrir þessari
jólatilfinningu á Akureyri um daginn. Jólasnjór,
jólatré og Sigga Beinteins syngjandi úti á götu og
margir frekar snemma í því að kaupa jólagjafir.
Vinur minn úr bænum sem ég spjallaði við sagði
mér frá því að núna færi hann bara í verslunarferð
til Akureyrar í staðinn fyrir Glasgow, ég held að það
sé dálítið jákvætt og gott fyrir efnahaginn. Annars
held ég að ég kaupi ekki neinar jólagjafir, mun bara
G: Ég hef oft pælt f þessu.
Ég er alveg sammála Sigga,
við erum náttúrulega aldir
upp i geðveikislega mikilli
músík, pabbi var alltaf
syngjandi og mamma
STÚDENTABLAÐIÐ