Stúdentablaðið - 01.12.2009, Page 14
Pilsnerfrumvarpið
í drögum að frumvarpi til nýrra umferðarlaga sem nú eru til umsagnar öðru sinni hjá samgöngu- og
sveitastjórnarráðuneytinu er lagt til að lækka beri leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns úr 0,5%o (prómill) í
0,2%o. í skýrslu sem fylgir frumvarpinu og Jakob Kristinsson og Kristín Magnúsdóttir unnu fyrir hönd Rannsóknarstofu í
lyfja- og eiturefnafræði er m.a. vitnað til rannsóknar sem gerð var hér á landi árið 1999. í þeirri rannsókn kom í Ijós að
áfengismagn í blóði fór yfir 0,2%o hjá þremur einstaklingum af 12 eftir að þeir höfðu drukkið hálfan lítra af pilsner sem
hafði áfengismagn sem nam 2,2%o. Hjá einum hafði styrkurinn meira að segja nálgast 0,3%o. Þetta frumvarp hefur því
vakið miklar umræður og hefur verið nefnt pilsnerfrumvarpið. Blaðamaður setti sig í samband við Einar M. Magnússon,
upplýsingafulltrúa Umferðarstofu, og ræddi við hann um afleiðingar ölvunaraksturs og um nýja frumvarpið.
„Það er algengur misskilningur hjá fólki að
það sé í lagi að keyra eftir neyslu áfengis ef
áfengismagnið í blóðinu er undir 0,5%o þar
sem núverandi refsimörk eru bundin við 0,5%o.
Hins vegar er staðreyndin sú að umferðalög
mæla fyrir um að bannað sé að keyra undir
áhrifum vímuefna, þar með talið áfengis. Af
þeim sökum grípur lögregla oft til þess ráðs að
banna ökumanni, sem mælist undir áhrifum
sem þó eru undir 0,5%o, að stjórna ökutæki.
Ökumaðurinn yrði í því tilviki að bjarga sér t.d.
með leigubíl en hann gæti síðan nálgast bifreið
sína sólahring seinna," segir Einar. „Því má segja
að frumvarpið sé sett fram til þess að draga
úr þessu svigrúmi sem ýmsir telja sig hafa,"
bætir hann við. Meginmarkmið frumvarpsins
er að auka umferðaröryggi því minnstu áhrif
vímuefna slæva dómgreind, athygli og viðbragð
ökumanna.
Stafar hætta af þér?
„Ökumaður sem er undir áhrifum áfengis hefur
þrengra sjónsvið en sá sem er allsgáður. Hann
á efiðara með að sjá hættur I jaðarsjónarsviði
og getur því ekki brugðist eins örugglega við
þeim. Dómgreind hans og athyglisgáfa hefur
skerst, jafnvel þó svo að hann hafi aðeins neytt
lítils magns af áfengi. Viðbragðstími lengist og
sjálfráðar hreyfingar brenglast og líkur á slysi
aukast verulega, jafnvel þótt áhrif áfengisins séu
Iftil. Fórnarlömb þess slyss geta verið einhverjir
nákomnir ökumanninum, jafnvel börn," segir
Einar í grein sem ber heitið Stafar hætta af þér?
í þessari sömu grein kemur fram að á tíu ára
tímabili, frá árinu 1998 til 2007, létust 38 manns
í umferðinni þar sem ölvunarakstur er talinn
aðalorsök.
Hugsanleg viðhorfsbreyting til hins verra
Ef litið er á Ifnurit, sem Umferðarstofa vann
og sýnir hlutfall slysa vegna ölvunaraksturs af
heildarfjölda alvarlegra slysa og banaslysa, er
óhugnanlegt að sjá að á árinu 2008 fjölgaði
ölvunaraksturstilfellum f flokki alvarlegra
umferðarslysa mikið ef miðað er við síðustu
tíu ár. „Þetta eru nýlegar niðurstöður og við
höfum ekki enn getað greint nákvæmlega
niðurstöður með hlíðsjón að öllum mögulegum
áhrifavöldum. Þetta bendir þó óhjákvæmilega til
þess að hugsanlega hafi orðið hugarfarsbreyting
í þessum málum og það til hins verra. Er það
mögulegt að fólk líti ölvunarakstur ekki jafn
alvarlegum augum og áður?" spyr Einar.
(skýrslu sem Ríkislögreglustjóri sendi frá sér um
ölvunarakstursþrot á árunum 2007-2008 kemur
fram að stærsti aldurshópurinn sem ók undir
STÚDENTABLAÐIÐ