Stúdentablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 16
Luclcy rocords
Nú fer að styttast í jólin og eflaust eru margir farnir að huga að undirbúningi þeirra. Áhugavert er að skoða hvernig landinn hyggst
halda jólin í ár. Tölur um gestafjölda í Kringlunni segja að aðeins hefur dregið úr heimsóknum um þrjú prósent það sem af er
ári. Hvort svipaður gestafjöldi sé merki um að landinn gefi lítið fyrir krepputal skal ósagt látið. Áhugavert er þó að skoða hvað
stúdentum finnst um komandi jól. Hefur kreppan áhrif á jólin hjá stúdentum eða verða jólin í ár lík þeim fyrri? Hvað þykir stúdentum
skipta mestu máli þegar kemur að jólunum? Blaðamaður fór á stúfana og spjallaði við nokkra stúdenta um komandi jól. Markmiðið
var að athuga hvernig stúdentar væru stemmdir fyrir komandi jólum.
Friðmar Bjartmarsson,
fyrsta ári í byggingarverkfræði
Ertu mikið jólabarn?
Ekki mikið jólabarn, raunar hef ég ekki oft haldið
upp á jólin. Man samt eftir nokkrum jólum frá
því ég var yngri.
Hvað er það besta við jólatímabilið?
Ég hef oft gert það að fara upp í bústað og það
er mjög slakandi tími, bara uppi í bústað með
bók og kósý.
STÚDENTABLAÐIÐ
Finnur þú fyrir miklu áreiti í kringum jólin?
Hvað finnst þér um allar þessar auglýsingar?
Þetta náttúrulega byrjar snemma en annars reyni
ég að kúpla mig út úr þessu svo ég finn ekki
mikið fyrir þvi.
Munu komandi skattahækkanir og
kaupmáttarrýrnun hafa áhrif á það hvernig
þú heldur jólin í ár?
Nei, engin áhrif.
Ef þú myndir bera saman þessi jól við jólin
árið 2007, væri þá mikill munur og í hverju
felst hann?
Sáralítill munur, ég er bara heppinn, á engar
eignir og skulda ekkert.
Fær ríkisstjórnin gott í skóinn eða kartöflu?
Haha, hún fær kartöflu.
Hvað hefur ríkisstjórnin gert til að
verðskulda kartöflu?
Hún hefur bara ekki staðið sig og hefði þurft að
gera betur.
Munt þú kaupa eitthvað í Kolaportinu fyrir
þessi jól?
Örugglega ekki.
Hafa jólin breyst mikið frá því þú varst lítill?
Já, myndi segja það, meiri efnishyggja i öllu.
Hvernig er með jólagjafir, gefurðu margar
slíkar? Hverjir fá gjafir í ár?
Gef engar jólagjafir enda held ég ekki upp á
jólin.
Hvað viltu helst fá í jólagjöf í ár?
Ef ég myndi fá jólagjöf þá myndi mig langa í
iPod.
Ef grátandi og svangur maður myndi banka
upp á hjá þér á aðfangadag, myndirðu
bjóða honum í mat?
Já, af hverju ekki?
Ætlarðu að gefa til góðgerðamála fyrir þessi
jól?
Ekkert frekar á jólunum en á öðrum tima.
Ef þú ættir að lýsa jólunum í ár með einu
lýsingarorði, hvaða lýsingarorð yrði fyrir
valinu?
Afslappað.
Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrsta ári í jarðfræði