Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 18
Desember í Bóksölunni
- ekki bara fyrir stúdenta
Flestir kannast líklegast við að hafa séð Bóksölu stúdenta frá Hringbrautinni, í
eldra húsnæði sínu við hlið Þjóðminjasafnsins. í dag er hún til húsa á Háskólatorgi,
nýbyggingu við hlið Aðalbyggingar Háskólans. Frá árinu 2007 hefur Félagsstofnun
stúdenta rekið þar, auk Bóksölunnar, veitingastaðinn Hámu sem er um leið kaffitería
fyrir háskólanema.
Félagsstofnun stúdenta er þjónustufyrirtæki
háskólanema sem sér meðal annars um
uppbyggingu stúdentagarða og að reka leikskóla
fyrir börn háskólanema og kaffistofur víðs vegar
um háskólasvæðið ásamt þvi að veita stúdentum
aðgang að bókum og hollum mat á sanngjörnu
verði. Bóksala stúdenta selur einnig bækur fyrir
framhaldsskóla og hefur Félagsstofnun stúdenta
starfrækt skiptibókamarkað fyrir háskólanema á
Netinu. Því er enginn eiginlegur skiptibókamarkaður
fyrir hendi í Bóksölunni heldur getur fólk skráð
bækur sínar til sölu á heimasíðunni vvww.
studentamidlun.is. Þannig gefst námsmönnum
tækifæri á að finna þær bækur sem þá vantar á
Netinu og hafa samband beint við seljanda. Þetta
„Bóksalan hefur til sölu allar helstu
handbækur og fræðirit sem notuð eru
við nám á háskólastigi hér á landi en
það er langt í frá það eina sem þar er á
boðstólum. í Bóksölunni er sama úrval
og í öðrum bókabúðum borgarinnar og
jólabækurnar eru að sjálfsögðu
allar komnar"
STÚDENTABLAÐIÐ
lækkar verð notaðra bóka umtalsvert þar sem
enginn umboðskostnaður leggst á bækurnar,
seljendur verðleggja sjálfir bækur sfnar.
Jólavertíðin að hefjast í Bóksölu stúdenta
Bóksala stúdenta er opin virka daga allan ársins
hring og verður einnig opin tvo síðustu laugardaga
fyrir jól. Bóksalan fer því hvorki ekki í sumar-
né jólafrí líkt og nemendur. Margeir Gunnar
Sigurðsson, starfsmaður hjá Bóksölunni, segir að
þegar nær dragi jólum fjölgi viðskiptavinum. „Mest
stúdentar," segir Margeir spurður um það hverjir
versli helst í Bóksölunni og hann segir að vel geti
verið að stúdentar leitist við að versla jólagjafir
fyrir sína nánustu í Bóksölunni. Bóksalan á sína
fastakúnna sem koma ár eftir ár og finnst gott að
versla þar. Að sjálfsögðu er ávallt mest að gera
í búðinni í byrjun hverrar annar þegar stúdentar
flykkjast þangað til að kaupa skólabækur. Smám
saman dregur þó úr umferðinni yfir önnina, eins og
Margeir orðar það, og þrátt fyrir að bókaormum
landsins detti kannski ekki í hug að skreppa í
Fláskólann að kaupa sér jólabækurnar er þar
jólatörn eins og annars staðar.
Bóksalan hefur til sölu allar helstu handbækur og
fræðirit sem notuð eru við nám á háskólastigi hér
á landi en það er langt í frá það eina sem þar er á
boðstólum. ( Bóksölunni er sama úrval og í öðrum
bókabúðum borgarinnar og jólabækurnar eru að
sjálfsögðu allar komnar. Aðspurður segir Margeir
að meira mætti vera um að fólk utan Háskólans
verslaði í Bóksölunni. Síðastliðin tvenn jól hafa
námsmenn og starfmenn Háskólans verið stærsti
viðskiptavinahópurinn en að sjálfsögðu eru allir
velkomnir, segir Margeir.
Rómantfskar vampírusögur og grafískar skáldsögur
Bóksalan hefur þá sérstöðu að hvergi hér á landi er
að finna jafn mikið úrval erlendra bóka. Ef leitað er
á milli lækna-, laga- og annarra fræðibóka er hægt
að finna marga skemmtilega og óvenjulega flokka.
Einn flokkanna er tileinkaður grafískum skáldsögum
eða „graphic novels"eins og þær kallast á ensku,
sem eru teiknimyndasögur f bókarformi. Úrvalið af
þeím er ekki mikið í almennum bókabúðum. Þessi
deild varð ekki til f kringum tiltekna námsgrein við
Háskólann, segir Margeir, heldur er reynt að vera
með sem fjölbreyttast úrval af bókum sem gætu
höfðað til allra nemenda við Háskólann.
Þegar blaðamann bar að garði blöstu við honum
bækur (flokknum rómantfskar vampírusögur sem
búið var að stilla upp. Þetta eru bækur f anda
Twilight-bókaflokksins sem hefur notið mikilla
vinsælda hjá yngri kynslóðinni undanfarin ár,
bæði ( nýlegum þýðingum og kvikmyndum. Þegar
blaðamaður spyr hvort algengt sé að fólk kaupi
bækur hjá þeim aðrar en fræðirit segir Margeir að
nóg sé af þvf og að námsmenn grfpi oft með sér
bók sem þá langi að lesa þegar lærdómnum sleppir.
Námsmönnum við Háskólann finnst eflaust
þægilegt að hafa bókabúð á háskólasvæðinu því
þangað er líka hægt að leita ef eitthvað vantar fyrir
lærdóminn eða önnur tækifæri, en þar er að finna
góða ritfangadeild og ýmsa gjafavöru. Því er óhætt
að segja að hægt sé að finna jólapakka við allra
hæfi á Háskólatorgi, hvort sem það er nýjasta bók
Arnaldar Indriðasonar, fantasíukilja, læknahandbók
eða ein af fjölmörgum erlendum bókum sem
Bóksala stúdenta hefur upp á að bjóða.
Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir