Stúdentablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 23
hátíðarnar er einnig boðið upp á spariföt. Hún
bendir einnig á að Rauði krossinn strafrækir eða
tekur þátt (rekstri átta geðræktarmiðstöðva um allt
land. Athvarfið Vin sem og Konukot, athvarf fyrir
heimilislausar konur, eru opin fyrir gesti yfir jólin og
þar reynir fólk að gera sér dagamun.
Innan Rauða krossins vinna heimsóknavinir um
allt land að því að draga úr einsemd fólks. Félagið
vinnur að málefnum innflytjenda, aðstoðar
flóttafólk og hælisleitendur, rekur sjúkrabifreiðar,
er leiðandi (skyndihjálp og sálrænum stuðningi og
veitir neyðaraðstoð innanlands sem utan. Á hverju
ári eru einhverjir sendifulltrúa Rauða kross íslands
að störfum yfir jólin við verkefni í þróunarsamvinnu
eða vegna náttúruhamfara. Sjálfboðaliðar um allt
land halda starfi Rauða krossins uppi og eins er það
um hátíðarnar. Það er því einungis hægt að veita
þessa þjónustu vegna þeirra einstaklinga sem eru
tilbúnir að gefa af sér á þessum tíma þegar flestir
skjólstæðingar Rauða krossins þurfa sérstaklega á
aðstoð að halda.
Eins og undanfarin ár verður sólahringsopnun
allar hátíðarnar hjá Hjálparsíma Rauða krossins
1717. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, verkefnastjóri hjá
Hjálparsímanum, segir að þar sé hlustað og veitt
ráðgjöf t.d. vegna þunglyndis, kvíða eða vanlíðanar.
Hjálparsíminn er einnig hugsaður fyrir einmana
fólk og veitir upplýsingar um samfélagsleg úrræði.
„Fyrir jól og áramót er hægt að fá upplýsingar um
„Á hverjum stað eru söfnunarbaukar
þar sem gestir og gangandi geta
stutt við starfið á meðan verslað er
inn fyrir jólin."
matarúthlutanir, hátíðarmálsverði og opnunartíma
ýmissa athvarfa," bendir Elfa á og hvetur fólk til að
vera ófeimið við að hringja og spyrjast fyrir.
Ungmennadeild Rauða kross (slands (URKÍ-R) er
einnig mjög virk. Deildin skapar ungu fólki vettvang
til að sinna starfi innan Rauða krossins. Þar er unnið
sambærilegt starf og ( öðrum deildum en auk þess
vinnur URKÍ-R sérstaklega að þeim mannúðar- og
mannréttindamálum sem snerta sérstaklega ungt
fólk. Marín Þórsdóttir segir að nokkrum nýjum
verkefnum hafi verið hleypt af stokkunum (vetur
og það standi til að halda áfram góðu starfi eftir
áramótin. Sem dæmi stóð ungmennadeildin fyrir
skiptifatamarkaði í leikskólunum. „Með þessu erum
við að bjóða foreldrum upp á að koma með föt
sem eru orðin of lítil fyrir börn þeirra og skipta þeim
fyrir föt sem passa. Við viljum koma til móts við
foreldra sem hafa minna á milli handanna og færa
þjónustuna nær fólkinu," segir Marín.
Ungmennadeildin vinnur með Reykjavíkurdeildinni í
þeirra verkefnum núna fyrir jólin, sérstaklega í þeim
verkefnum þar sem þörf er fyrir margar hendur og
sjálfboðaliða. Má þar nefna matarúthlutun auk þess
sem sjálfboðaliðar deildarinnar verða é 10 stöðum í
miðbænum í samstarfi við kaupmenn og gefa kakó
og piparkökur. „Á hverjum stað eru söfnunarbaukar
þar sem gestir og gangandi geta stutt við starfið á
meðan verslað er inn fyrir jólin," segir Marín.
Hún bendir á að allt starf Rauða krossins sé byggt
á vinnu sjálfboðaliða og því fleiri sem eru með því
betri aðstoð geti samtökin veitt. Þeim sem hafa
áhuga á að starfa með URKÍ-R geta haft samband á
netfangið urkir@redcross.is eða (síma 545-0407.
Greinilegt er að mikið og gott starf er unnið í öllum
deildum Rauða krossins. Fjölbreytt úrræði eru í
boði og þá sérstaklega í jólamánuðinum. Allar
upplýsingar um starfsemi deilda eða athvarfa á
vegum Rauða krossins er að finna á
www.redcross.is og allar upplýsingar eru
aðgengilegar ( gegnum Hjálparsímann 1717.
Blaðamaður hvetur stúdenta, sem og aðra
landsmenn, til að rétta Rauða krossinum
hjálparhönd. Mikilvægt er að standa saman og
leggja sitt af mörkum og þá má fólk ekki vera
feimið við að að þiggja þá aðstoð sem það þarf á
að halda.
Edda Sigurðardóttir
Barnagleði og
fj ölskyldudr ama
f kringum jólin er gott að komast í hátíðarskap með því að gera sér dagamun og fara í
leikhús. Stúdentablaðið leit inn í tvö af stærstu leikhúsunum á höfuðborgarsvæðinu og
kynnti sér jóladagskrána.
Þjóðleikhúsið hefur upp á margt að bjóða um
þessar mundir. Brennuvargarnir er eitt af frægustu
leikritum 20. aldarinnar og hefur verið sviðsett (
fjölda landa. Herra Biedermann, aðalsögupersónan
í leikritinu, endar óvænt með tvo grunsamlega
útigangsmenn á heimili sínu. Síðastliðnar vikur hafa
byggingar logað út um alla borg og brennuvargar
ganga lausir. I góðmennsku sinni neitar herra
Biedermann að trúa, eða það hentar honum betur
að trúa ekki, að mennirnir sem hann hýsir séu
brennuvargarnir sem leitað er að. Þessu heldur
hann til streitu þrátt fyrir að mennirnir stafli
olíutunnum upp á lofti hjá honum. I verkinu er
tekist á við hugleysi og grægði á sama tíma og það
sýnir hversu langt manneskjan er tilbúin að ganga
til að fá viðurkenningu frá öðrum. Allt er þetta sett
upp á mjög skemmtilegan og kómískan hátt.
Höfundur leikritsins er Max Frisch og leikstjóri
sýningarinnar er Kristín Jóhannesdóttir en hún
hlaut Gdmuverðlaunin fyrr á árinu fyrir að hafa
leikstýrt sýningunni Utan gátta. Meðal leikara eru
Björn Thors, Eggert Þorleifsson og Ólaffa Hrönn
Jónsdóttir.
Þann 26. desember verður hinn þekkti söngleikur
Óliver! frumsýndur. Söngleikurinn er byggður
rennuvargarnir. á klassískri skáldsögu Charles Dickens og fjallar
STÚDENTABLAÐIÐ
um Óliver Twist sem er munaðarlaus drengur. I
gegnum Ólíver kynnast áhorfendur lífi hinna verst
settu í Lúndúnaborg á 19. öld. Söngleikurinn
hefur verið sýndur um allan heim og notið mikilla
vinsælda en þar er að finna hinar ýmsu persónur
eins og götustráka, þjófa, ómaga og götudrósir.
Mörg börn taka þátt í sýningunni og er hún mjög
lífleg, spennandi og fjörug.
Leikritið skrifaði Lionel Bart og Selma Björnsdóttir
leikstýrir. Meðal leikara eru Álfrún Örnólfsdóttir,
Örn Árnason og Þórunn Lárusdóttir.
Fimmta leikárið i röð verður barnaleiksýningin
Leitin að jólunum í Þjóðleikhúsinu. Sýningin er
ekki sett upp á hefðbundin hátt heldur er tekið á
móti börnunum I anddyri leikhússins og eru þau
leidd bæði með leik og söng i gegnum húsið.