Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Page 24

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Page 24
Leitin að jólunum. Þau fá að kynnast ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti sem fjalla um jólin, hvernig þau eru nú og hvernig þau voru í gamla daga. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og fékk Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins árið sem hún var frumflutt. Verkið er eftir Þorvald Þorsteinsson og er í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Meðal leikara eru Ólafur Egill Egilsson, Arnbjörg Hlif Valsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Þjóðleikhúsið sinniryngstu kynslóðinni vel í kringum jólin. Sindri silfurfiskur er þriðja barnleikritið sem sýnt er í desember. Sagan fjallar um Hafdísi sem vinnur í skrautfiskabúðinni Fjörfiski. Hafdís tímir ekki lengur að selja fallegu fiskana og þeir verða vinir hennar. Hún vill frekar segja sögu fiskanna og sagan af Sindra silfurfiski er ein af þeim. Þetta er falleg og litrík sýning sem fjallar um fólk og dýr á sjó og landi. Um er að ræða nýtt brúðuleikverk fyrir yngstu börnin sem tekur um 35 mínútur i sýningu. Leikstjóri verksins er Þórhallur Sigurðsson en Áslaug Jónsdóttir skrifaði handritið. Elva Ósk Ólafsdóttir leikur. Jólaguðspjallið nólgast ó óvenjulegan hótt Dagskráin í Borgarleikhúsinu er heldur ekki af verri endanum. Leikritið Fjölskyldan hefur verið sýnt i rúman mánuð og er eitt það vinsælasta í heiminum í dag. því segir frá því þegar ættfaðirinn hverfur sporlaust og fjölskyldan safnast saman á óðalinu. Gömul leyndarmál koma upp á yfirborðið og hið skyndilega brotthvarf ættföðurins skýrist smátt og smátt. Óvæntir atburðir eiga sér stað og söguþráðurinn tekur ófyrirsjáanlega stefnu. Leikskáldið Tracy Letts hefur fengið mikið lof fyrir verkið og hafa gagnrýnendur erlendis gengið svo langt að kalla það fyrstu klassík 21. aldarinnar. Leikstjóri er Hiimir Snær Guðnasson. Meðal leikara eru Pétur Einarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Trúðarnir er mættir aftur i Borgarleikhúsið, nú með sjálft jólaguðspjallið. Jesús litli gerist á árinu núll í Palestínu. Heródes er landstjóri í Róm og þegar von er á að frelsarinn fæðist gerir hann þá kröfu að öll sveinbörn, tveggja ára og yngri, verði drepin. (verkinu segja trúðarnir sannleikann og láta allt flakka. Sýningin er líka einstök þar sem trúðarnir eiga það til að bregða út af handritinu og fer það jafnvel eftir áhorfendunum hversu langt frá því er vikið. Leikstjóri sýningarinnar er Benedikt Erlingsson og höfundar sýningarinnar eru Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson. Leikarar eru Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson. Fjölskyldan. Söngvaseiður er vinsælasti söngleikur allra tíma og ratar reglulega á fjalir leikhúsa um allan heim. Uppsetning Borgarleikhússins, sem frumsýnd var síðasta vor, hlaut einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Þarfer grímuverðlaunahafinn Valgerður Guðnadóttir á kostum í hlutverki Maríu. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson og leikarar eru Valgerður Guðný Guðnadóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhann Sigurðarson, Pétur Einarsson, Theodór Júlíusson, Hanna Marfa Karlsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórunn Erna Clausen og margir fleiri. Einkaspæjararnir Harry Rögnvalds og Heimir Schnitzel nutu mikilla vinsælda í útvarpsþáttum nefndum eftir þeim árið 1988. Nú koma þeir í fyrsta skipti saman á svið þar sem þeir reyna að leysa dularfullt hvarf eiginmanns Dlönu á brúðkaupsnótt 24 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.