Stúdentablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 26
10 leiðir til að
létta greiðslubyrðina
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna var sett á laggirnar árið 1996 og aðstoðar einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum.
Til að ná tökum á fjármálunum þarf að huga að þeim leiðum sem minnka útgjöld og létta greiðslubyrði.
1. Að skoða vel framfærslukostnað, t.d. með
því að færa heimilisbókhald í einhvern tíma.
Þannig ætti að fást betri yfirsýn yfir það í
hvað peningarnir fara í hverjum mánuði og
hvar sé hagkvæmast að kaupa inn. Einnig ætti
heimilisbókhald að auðvelda áætlun greiðslna
fram í tímann.
2. Að reyna að lækka framfærslukostnað, t.d.
símakostnað og áskriftargjöld.
3. Að kanna hjá (búðalánasjóði hvort hægt sé að
fresta greiðslum af lánum í allt að þrjú ár en
fyrst í eitt ár. Jafnframt að kanna möguleika á
að lengja lánstíma þeirra um allt að þrjátíu ár.
Einnig er hægt að sækja um skuldbreytingu
vanskila í allt að þrjátíu ár. Ráðgjafarstofa um
fjármál heimilanna sér um að senda inn umsókn
fyrir viðskiptavini sina. Einnig er hægt að snúa
sér til viðskiptabanka.
4. Að hafa strax samband við kröfuhafa ef
greiðslufall verður, t.d. vegna lækkaðra tekna.
5. Að kanna hvort hægt sé að fá að greiða
einungis vexti af t.d. skuldabréfi tímabundið.
6. Að kanna hvort að hægt sé að fresta greiðslum
tímabundið.
7. Að kanna hvort hægt sé að lengja lánstima.
8. Að kanna ný úrræði um greiðslujöfnun
með þaki.
9. Ef ekki nást samningar við kröfuhafa
bendir Ráðgjafarstofa á það úrræði að leita
nauðasamnings til greiðsluaðlögunar með
fyrirvara um að viðkomandi falli undir
skilyrði laga er snúa að gjaldþrotaskiptum.
Greiðsluaðlögunin er enn þá í mótun og má
búast við breytingu á henni á næstunni.
10. Elægt er að sækja um réttaraðstoð til að
leita nauðasamninga tii dómsmálaráðuneytisins.
Forsenda þess konar samninga er
algjört eignaleysi.
Þann 1. nóvember stóðu í fyrsta sinn til boða ný
úrræði sem varða greiðslubyrði. Greiðslubyrði
verðtryggðra veðlána var færð aftur til
1. janúar 2008. Síðan miðast greiðslan við
greiðslujöfnunarvfsitölu ef hún er lægri en vísitala
neysluverðs. Lánstími lengist að hámarki um þrjú
ár. Greiðsluþyrði gengistryggðra húsnæðislána
verður færð aftur til greiðslu í maí 2008. Síðan
26 STÚDENTABLAÐIÐ
miðast hún við greiðslujöfnunarvísitölu. Lánstími
lengist einnig að hámarki um þrjú ár. Greiðsluþyrði
gengistryggðra bílalána og bílasamninga verður
færð aftur til maí 2008. Hafi lánið verið tekið á
tímabilinu frá 1. júní 2008 til 1. október 2008
verður greiðslubyrðin við upphaf greiðslujöfnunar
svipuð og hún var á fyrsta gjalddaga samningsins.
Síðan miðast hún við geiðslujöfnunarvísitölu.
Lánstími lengist að hámarki um þrjú ár.
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna er á
Elverfisgötu 6. Efún er opin alla virka daga frá
9-16. Óþarfi er að panta tíma. Einnig er hægt
að senda Ráðgjafarstofunni umsókn er viðvíkur
almennri ráðgjöf á Netinu á rad.is en mikilvægt er
að undirskrift fylgi slíkri umsókn. Að auki er einnig
boðið upp á svokallað netspjall á sömu síðu þar sem
hægt er að fá beint samband við ráðgjafa.