Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Side 32

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Side 32
Gestapenninn Kjósum lífið Kjósum Jón Gnarr Stöndum vörð um alls konar Ég fer mikið í sund. Mér finnst gaman (sundi. Eftir góðan sundsprett, þar sem ég syndi af mér stressið, fer ég í heita pottinn á meðan krakkarnir busla í barnalauginni eða fara í rennibrautina. Ef ég vil get ég farið í gufu. Ef ég er slæmur í bakinu get ég farið í nuddpott og jafnvel í bununa. í heitu pottunum eru alltaf fjörugar umræður um málefni líðandi stundar. Allir eru jafnir í sundi. Feiti bankastjórinn og gamla krumpaða skúringakerlingin sitja hlið við hlið eins og jafningjar. Kynlegir kvistir koma oft við og hafa þá oft ýmislegt til málanna að leggja og er þá oft mikið hlegið. Einu sinni kom gamall maður allsber í heita pottinn í Laugardalslauginni. Það var mjög skemmtilegt. Það sagði honum það enginn. Hann bara var þarna. Sund er lúxus sem við búum við á íslandi. Við áttum okkur ekki alltaf á því. Okkur finnst það svo eðlilegt. En það er það ekki alls staðar í heiminum. Sundlaugar í útlöndum eru ógeðslegar ef þær eru þá til staðar. Vatnið er kalt og það eru engir heitir pottar. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að komast reglulega f sund og eiga góða stund með okkur sjálfum og öðrum. Það er sérstaklega mikilvægt á þeim timum sem við lifum nú. Það eru svo miklir erfiðleikar hjá mörgum. Þess vegna er líka svo mikilvægt að það sé ókeypis.. Þannig geta allir leyft sér það óháð efnum og aðstæðum. Við viljum ekki að sundlaugarnar okkar verði einhvers konar griðastaður fyrir bankastjóra, stjórnmálamenn og menntafólk. Við viljum ekki sjá fátækt fólk standa fyrir utan sundstaði og komast ekki inn. Þess vegna vill Besti flokkurinn að það sé ókeypis í sund fyrir alla íslendinga. Og ekki nóg með það heldur líka ókeypis handklæði þannig að háir og lágir geti synt saman, kaupmaðurinn og verkamaðurinn geta jafnvel keppt í bringusundi og leyst svo lífsgátuna f heita pottinum á eftir. Á dögunum sat ég f heita pottinum þegar ung stúlka spurði skyndilega: „Af hverju eru stjórnvöld ekki að gera neitt fyrir námsmenn?" Enginn svaraði henni. Heldur ekki ég. Ég horfði niður. Ég vissi ekki hverju ég ætti að svara. Ég vildi ekki svara, ég vildi að einhver annar gerði það. En það var meira. Ég skammaðist mín, skammaðist mín fyrir að búa í landi sem gerði ekki neitt fyrir námsmenn. Litla stúlkan horfði spyrjandi í kringum sig en enginn hafði kjark til að horfa á mótí. Þögnin var næstum þrúgandi. Rétt áður hljómuðu leiftrandi fjörugar samræður og hlátrasköll en með spurningu sinni hafði litla stúlkan komið við óþægilegan blett í samfélagi okkar, jarðsprengjusvæði sem fæstir hætta sér inn á. Og þar sem ég sat og starði ofan í vatnið hugleiddi ég þetta. Af hverju í ósköpunum gerir ríkisstjórnin ekkert fyrir námsmenn? Hvað með öll stóru orðin fyrir kosningarnar? Eru þau nú gleymd? Er atkvæði námsmanna eitthvað minna virði en annarra? Við segjum nei! Nám er fjárfesting eins og hús eða bíll. Að læra eitthvað er eins og að kaupa sumarbústað. Maður getur slakað á inni í honum eða gert hann upp og selt hann með hagnaði. Að styðja námsmenn er að fjárfesta í framtíðinni. Besti flokkurinn vill að framtíðin sé björt og í framtíðinni verði (slendingar glaðir og geti farið áhyggjulausir í sund og talað hver við annan um Besta flokkinn og hvað sé best. Vonandi verður fólki framtíðarinnar jafn annt um framtíðina og okkur. Besti flokkurinn er besti valkosturinn fyrir námsmenn. Jafnvel þótt við ætlum ekki að standa við neitt sem við lofum þá hljóma okkar loforð betur en allra annarra flokka. Við krefjumst þess að námsmenn fái ókeypis í strætó. Við leggjum til að námsmenn á háskólastigi fái að auki ókeypis í leigubíla á opnunartima háskóla. Besti flokkurinn vill að allir námsmenn fari saman í strætó. Þar er kjörinn vettvangur fyrir námsmenn til að ræða saman um Besta flokkinn og hver séu uppáhaldsfögin þeirra í skóla. Þar er líka kjörið tækifæri til að benda skólafélögum sínum á það ef þeir þurfa að herða sig í einhverri tiltekinni námsgrein og bjóðast til að veita þeim stuðning. Þannig verður samskiptamáti að opnu og lýðræðislegu upplýsingatorgi i gegnsæju háskólasamfélagi nútímans. En strætó er ekki aðeins miðstöð samræðna heldur líka afdrep einveru og einbeitingar. Þar er tilvalið að fara yfir glósur á leið til og frá skóla eða íhuga einhverja tiltekna námsgrein. Ókeypis í sund fyrir námsmenn er eitt helsta baráttumál Besta flokksins. Það er gott fyrir alla að fara í sund, sérstaklega námsmenn. Fátt er betra eftir að hafa setið yfir námsbókum heilan dag en að stinga sér til sunds og skola af sér stressið I tæru vatni. Svo er tilvalið að safnast saman i heitu pottunum og ræða námsefni dagsins. Besti flokkurinn hvetur til slíkrar umræðu og styður hana. Skemmtilegt væri að skipta pottum eftir fögum. Oft gleymast aðalatriði í amstri dagsins. Því væri tilvalið að kennarar fylgdu nemendum sínum i sund og gætu svo svarað spurningum í heita pottinum. Þetta myndi ekki bara gera námið skemmtilegra heldur lika árangursríkara. Besti flokkurinn leggur einnig til að stofnað verði sérstakt Menntatorg þar sem námsmenn gætu hringt, sér að kostnaðarlausu, í ákveðið númer og talað við aðra námsmenn um námið og hvað sé best. Stjórnvöld hafa svikið námsmenn. Því vill besti flokkurinn breyta. Krafa okkar er skýr: Ókeypis í strætó, ókeypis í sund og frí handklæði. Og ókeypis fartölvur og alls konar. Allt fyrir námsmenn. Veldu það besta fyrir þig, börnin þín og foreldra þína. Veldu þá það sem er best fyrir alla. Veldu Besta flokkinn. Jón Gnarr formaður STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.