Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 33

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 33
Viðburðaskrá Unnur Arndísardóttir, Uni, í Iðnó Unnur, eða Uni eins og hún kallar sig, er ung og upprennandi söngkona sem gefur út slna fyrstu sólóplötu fyrir jólin, Platan ber nafnið Enchanted og fagnar söngkonan útgáfunni með útgáfutónleikum í Iðnó þann 16. desember kl. 20:30. Uni hefur meðal annars stundað tónsmíðanám við nútímatónlistarbraut The College of Santa Fe f Bandaríkjunum og í sumar tók hún þátt í Trúbatrix- tónleikaferðinni um landið og finna má lag með henni á disk Trúbatrixa sem einnig var gefinn út í sumar. Með Uni á tónleikunum verður einvalalið hljóðfæraleikara. Jón Tryggvi Unnarsson leikur á gítar og Baldvin Freyr Þorsteinsson einnig, Andrés Lárusson leikur á bassa, Myrra Rós Þrastardóttir syngur bakraddir og Gestur K. Pálmason leikur á trommur. Einnig koma fram sérstakir gestir sem aðstoða Uni og gera kvöldið enn meira töfrandi. Miðasala fer fram á www.midi.is. Egill Sæbjörnsson í Hafnarhúsinu Egill Sæbjörnsson listamaður heldur tónleika í Flafnarhúsinu í tengslum við listasýningu sína sem var opnuð 29. október á sama stað. Egill er ungur myndlistamaður sem hefur vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis á síðustu árum. Verk hans eru blanda af gjömingum, innsetningum og málverkum. Hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Carnegie-verðlaunanna 2010 og fyrir stuttu var gefin út vegleg bók um listamanninn í Þýskalandi. Nýlega gaf hann út aðra plötu sína sem ber nafn listamannsins, Egill Sæbjörnsson, en hann spilar lög af þeirri plötu á tónleikum slnum I Hafnarhúsinu þann 17. desember kl. 20:00. Fyrirlestrar 10. desember kl. 20:00 Hafnarhús - Samtímarými Fyrirlestur og umræður um samstarf milli ReykjavíkurAkademíunnar og Listasafns Reykjavíkur. I Fríkirkjunni I Reykjavlk. 15. desember kl. 12:15 Jólatónleikar Óp-hópsins I fslensku óperunni. Hópurinn samanstendur af sjö ungum óperusöngvurum og píanóleikara. 12. desember kl. 13:00 Árni Björnsson segirfrá gömlum og nýjum jólasiðum I Þjóðminjasafni (slands. 13. desember kl. 15:00 Hafnarhús - Mannlýsingar Sigfríður Björnsdóttir tónlistarsagnfræðingur leiðir gesti I gegnum tónlistarsöguna með Mannlýsingum Errós. fónlist 11. desember kl. 19:30 Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar fslands. Sveitin flytur meðal annars Jólakonsertinn eftir Corelli og arlur úr Jólaóratóríu Bachs. Gestasöngvarar verða Ingibjörg Guðjónsdóttir og Gissur Páll Gissurarson. Miðasala á www.sinfonia.is. 11. og 12. desember kl. 22:00 Breska bandið The Fancy Toys heldur tvenna tónleika á Kaffi Rósenberg, Klapparstíg 25. 12. desember kl. 20:00 Færeyska söngkonan Eivor Pálsdóttir heldur tónleika 16. desember kl. 20:30 Útgáfutónleikar Unnar Arndísardóttur, öðru nafni Uni, í Iðnó. Þar mun hún spila efni af nýútgefinni plötu sinni Enchanted ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara. 16. desember kl. 20:30 Tónleikar með Megasi og Senuþjófunum í Salnum í Kópavogi. 17. desember kl. 20:00 Tónleikar með Gunnari Þórðarsyni og Svavari Knúti í Fríkirkjunni í Reykjavík. 17. desember kl. 20:00 Egill Sæbjörnsson flytur tónlist af nýútkominni plötu sinn í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu. 18. og 19. desember kl. 14:00 Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands. Flutt verður meðal annars jólaævintýrið um snjókarlinn með tónlist eftir Howard Blake þar sem Páll Óskar er sögumaður. Einleikarar verða Rannveig Marta Sarc og Sólveig Steinþórsdóttir. Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar mun einnig syngja með. 20. desember kl. 17:00/21:00 Jólatónleikar Baggalúts á stóra sviði Borgarleikhússins. Þar flytja þeir félagar öll sín vinsælu aðventu- og jólalög ásamt glænýjum jólalögum. 30. desember kl. 20:00 Electra Ensemble leikur franska tónlist á Kjarvalsstöðum. Myndlist 27. desember kl. 17:00 Óskar Ericsson opnar fyrstu einkasýningu sína í The Loste Horse Gallery, Skólastræti 1. Gallerí Kling og Bang Sýning Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur sem ber heitið Snjór á himnum. Þar verða sýnd hljóð- og myndbandsverk og innsetningar. Hafnarborg Tvær sýningar verða í Hafnarborg í Hafnarfirði í desember. Á neðri hæðinni er Davíð Örn Halldórsson með sýningu sína Hvar er klukkan? í aðalsalnum er sýningin Úrvalið - íslenskar Ijósmyndir 1866-2009. Þar getur að líta Ijósmyndir 13 íslenskra atvinnuljósmyndara, bæði látinna og sem enn eru við störf. Leiklist 26. desember Frumsýning á söngleiknum Oliver! eftir Lionel Bart í leikstjórn Selmu Björnsdóttur á stóra sviði Þjóðleikhússins. Sýningin Hnykill í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur. Sýningin er blanda leiklistar, tónlistar og gjörninga. Sýningar eru í gömlu vöruhúsnæði að Bygggörðum 5 við Gróttu. Miðasala og nánari upplýsingar um sýningardaga í síma 595-9170 eða 865-0170. Hið sígilda jólaævintýri Charles Dickens verður sýnt í Loftkastalanum í desember. Hinn ástsæli leikari Þórhallur „Laddi" Sigurðsson fer með öll 25 hlutverkin I þessari þekktu jólasögu. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Miðasala og nánari upplýsingar um sýningardaga eru á www.midi.is. Kvikmyndir 8. desember kl. 20:00 og 12. desember kl. 16:00 Old Joy. Amerísk vegamynd frá árinu 2006 f leikstjórn Kelly Reichardt. Sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafns fslands. 15. desember kl. 20:00 og 19. desember kl. 16:00 On Golden Pond. Bresk/bandarísk Óskarsverðlaunamynd frá árinu 1981 í leikstjórn Mark Rydel. Meðal leikenda eru Henry Fonda, Katherine Hepburn og Jane Fonda. Sýnd i Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafns fslands. Áhugavert 6. desember kl. 15:00 Viðey - friður og fjölmenning. Fjölmenningarleg listasmiðja fyrir börn og fullorðna í tengslum við friðarsúlu Yoko Ono. STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.