Búnaðarrit - 01.06.1918, Blaðsíða 4
130
BÚNAÐARRIT
fyrst talin hús með tróði (stoppi) í útveggjum og síðar
hin tróðlausu, en jafnframt getið helztu atnðanna í gerð'
húsanna, að svo miklu leyti sem þau skifta máli fyrir
hlýindi þeirra.
A. Hús með veggjatróði.
Nr. 1. Bygt 1909. Steypublanda 1 hl. sements móti
4 af sandi og 5 af möl1). Útveggir eru tvöfaidir, slóttað-
ir að utan og vatnsheldu efni blandað saman við. Að
nokkru jarðbikaðir að innan. Þykt ytri og innri veggja
er ekki tilgreind, en alls er veggþyktin 16—18". Torf-
tróð er milli veggja. Að innan eru veggirnir sljettaðir og
málaðir eða límdur á þá veggjapappír. Kjallari enginn
(og einfalt gólf í íbúðarherbergjum?). Yfir íbúðarhergjum
er tvöfalt loft með mosatróði eða reiðing. Ofnar eru í
3 stofum og eldstó í eldhúsi. Aðeins lagt í í frostum
þegar kaidast er. Eldsneyti sauðatað og spítnarusl. Heim-
ilismenn 12—15 að vetrinum.
Svar: Síðan stoppað var tel jeg herbergin lilý í sam-
anburði bœði við baðstofur og mörg hús, sem jeg hef
kynst. Þegar kaldast hefir verið er minst 4° hití í húsi
okkar hjóna, þegar ekki er lagt þar í og heldur ekki
setið þar á daginn, og upp í 8—102).
liaJd stundum þegar mest eru frost og helzt í horn-
um. Hans verður ekki vart á sumrum.
Því miður er þess ekki getið, hvenær torftróðið hefir
verið sett í húsið. Ef til vill er þetta hús fyrsta húsið
á landinu með tvöföldum steinveggjum og tróði milli
veggjanna. Hef jeg áður haldið, að það byggingalag hafi
eigi komist á, fyr en eftir að jeg ritaði um þaó í Bún-
aðarritinu 1913 („Hlý og rakalaus steinhús") og Jóhann
Fr. Kristjánsson tók að leiðbeina i húsagerð. Ekki verð-
ur annað sagt en að húsið sé hlýtt, eftir svarinu að
1) Mjer leikur grunur á að blöndunarhlutföll sjeu ekki ná-
kvæmt tilfærð í sumum liÚBum.
2) Flest svörin eru skrifuð sumarið 1917.