Búnaðarrit - 01.06.1918, Page 6
132
BÚNAÐARRIT
einkum þegar mikil frost eru, lítill á sumrum, en þó
ekki fritt.
Steypan í húsi þessu er helzt til veik og ekki ólík-
legt, að vatn gangi í veggi og verði þeir kaldari fyrir
þá sök. Mestu skiftir þó, að bæði er tróðlagið of þunt
og mosinn endingarlitill. Hitun líka af skornum skamti.
Nr. 6. Bygt 1914. Steypublanda 1 : 3 : 5x). Útvegg-
ir 7" þykkir, sljettaðir að utan og kalklitaðir. Ekkijaið-
bikaðir að innan. Innan þeirra 4" torftróð (þurrir streng-
ir), 8/*" þiljur en pappi innst. Gólt yfir kjallara er ein-
falt en steinsteypt í eldhúsi. Yfir íbúðarherbergjum er
gólfið þrefalt með heytróði. Eldhús er uppi og ofn í baðs-
stofu og hjónaherbergi. Eldsneyti: kol og mór. Heimilis-
menn 13—15.
Svar: Ef vel væri búið um glugga, þeir tvöfaldir, og
tillit er tekið til loftrýmis, held jeg að ibúðarherbergin
megi teljast hlý í samanburði við torfbaðsstofur. Ekki
hefir frosið í ibúðarherbergjunum, nema þar sem hefir
verið ófullgert næst inngangi. Húsið er elclci rakalaust.
Mygluvottur bak við húsgögn, sem altaf standa kyr,
aðallega í hjónaherbergi. Jeg taldi ástæðuna illau um-
búnað um stóran glugga, sem nú er gert við. Aldrei
rakavottur á veggjum. Get ekki sjeð að frost eða vot-
viðri hafi minstu áhrif.
Mér virðist hús þetta hafa reynst vel þrátt fyrir þenn-
an rakavott í hjónaherherginu, sem ef til vill hverfur
eftir aðgerðina á glugganum. Auðvitað hefði tryggingin
verið meiri með enn þykkara tróði, en annars sýnist
torflð hafa reynst vel. Þá er steypan i útveggjunum til-
tölulega sterk og líklegt að vatn gangi lítið í þá.
Nr. 7. Bygt 1914—16. Steypublandan 1:4: 7(?).
Útveggir tvöfaldir. Ytri veggirnir 8" þykkir, sléttaðir að
utan og kalklitaðir, jarðbikaðir að innan. Innri veggirn-
ir eru á þykt, hlaðnir úr steyptum steinum og
1) í útveggjum íbúðarherbergja.