Búnaðarrit - 01.06.1918, Page 9
BtiNAÐARBJT
135
Svar þetta fer mjög nærri því, sem við mætti búast.
Teggir hússins eru vandaðir og tróðholið sæmilega þykt.
Verður ekki annað sagt, en að húsið hafi reynst vel.
Ekki verður þess vart, að það hafi nein áhrif þó slept
væri að sljetta veggi að utan. Sömu vandkvæði koma
hjer í ljós og á nr. 7, að það veldur raka, að steyptur
skilrúmsveggur nær alla leið saman við ytri útvegg.
Hús þetta er í sömu sveit og nr. 7, engu miður bygt
en það og þó er hitinn miklu lægri að morgninum. Ef
mismunurinn er svona mikíll á morgunhitanum (10—
12° i nr. 7, en 5 ° í nr. 8) er ekki öðru til að dreifa
en heita vatninu i vatnsofninum í nr. 7. Sje það rjett
athugað, að fyr kólni i húsinu en torfbaðstofu eftir að
eldur deyr í ofninum, hlýtur húsið að vera nokkru kald-
ara en hún, eða með öðrum orðum 6V2" þykt mótróð
vegur ekki fyllilega móti moldarveggjunum.
Nr. 9. Bygt 1915. Steypublandan í ytri útveggjum
1:4:4, í innri útveggjum 1:4:6. Tvöfaldir út-
veggir. Ytri veggirnir 6'' á þykt, sljettaðir að utan og
ng jarðbikaðir að innan. Innri veggir sljettaðir og mál-
aðir. Milli veggjanna mótróð 4x/a" á þykt. Loft yfir kjall-
ara er einfalt, yfir íbúðarherbergjum tvöfalt með tróði.
Eldhús er í kjallara og þar eldstó, en ofn í baðstofu
uppi. Lagt er í ofn „þegar kaldast er“. Eldsneyti: mór
•og tað. Heimilismenn 11.
Svar: íbúðarherbergin eru fremur lilý í samanburði
tið torfbaðstofu. Þegar kaldast var, var 100 hiti að
morgni á C.
Dálítið hefir orðið vart við ralca á efri hœðiutii uppi
undir loftinu þar sem bitarnir ganga í veggina. í kjall-
aranum er dálítill raki á veggjunum í borðstofu, sem
þar er.
Um hús þetta er svipað að segja og þau 3 síðast-
töldu. Furða þykir mjer að hitinn skuli vera svo hár
að morgninum „þegar kaldast er“ — og eflaust heflr
hann orðið ólíku lægri í írostunum undanfarinn vetur.