Búnaðarrit - 01.06.1918, Side 11
BÚNAÐARRIT
137'
stað, þar sem óstoppað er milli veggja, en hvergi par
sem tróðholið er fyllt.
Eflaust reynist hús þetta vel, eins og hin húsin af
svipaðri gerð. Aðgætandi er, að það er ekki fullgert.
Liklega ekki gengið til fullnustu frá veggjum og glugg-
um að utan, og tróð sumstaðar ekki komið milli veggja.
Er sízt að undra þó vitnisbuiðurinn sje ekki betri í
miklu frostunum veturinn 1917—18. Ef hin svörin hefðu
verið skrifuð eftir miklu frostin, myndu þau eflaust hafa
breyzt til muna.
B. Hús með engu vcggjatróði.
Nr. 4. Bygt 1912. Steypublanda 1:5:7. Útveggir
12" þykkir, sljettaðir að utan og olíumálaðir. Að innan
eru þeir sljettaðir og síðan tjargaðir með koltjöru. Inn-
an þeirra er pappi, en innst a/i" þiljur. Loft yflr kjall-
ara að nokkru leyti tvöfalt. Yfir íbúðarherbergjunum
tekur við þakið. Gerð þess þannig, að innst eru s/i"
þiijur, utan þeirra pappi, þá torftróð, þá borð en þak-
pappi yzt. Eldhús með eldstó er í kjallara en ofnar í 2
stofum uppi. Aðeins lagt í í frostum. Eldsneyti: mór.
Heimilismenn á vetrum 4—5.
Svar: lbítðarherbergin í nordurenda, híissins eru frem~
ur lcöld. Ef ekki er lagt í frýs í miklum frostum. Aldrei
frýs í suðurherbergjunum og ekki í kjallara.
BaJci er í norðurherbergjunum í frostum, en hverfur
þegar vorar. Ekki ber á honum þó votviðri gangi eftir
að frost minka.
Hús þetta hefir reynst engu miður en við var aö'
búast. Einfaldir steinveggir þiljaðir að innan verða ætið
ofkaldir í sveitum, þar sem Upphitun er af skornum
skamti. Kalla jeg það gott, að ekki skuli frjósa í suður-
herbergjunum. Úr rakanum í norðurherbergjunum myndi
mega bæta með ríflegu þykku tróði, svo framarlega sem
vei er frá gluggum gengið.
Nr. 5. Steypt 1913. Steypublanda 1:5:7. Tvílyft