Búnaðarrit - 01.06.1918, Qupperneq 15
BÚNAÐARRIT
141
nímgóð fyrir heimilismenn, sem eru að meðaltali um
13, en eins og í þeim er búið, verður tæplega meira
loftrúm (í baðstofu og hjónaherbergi) en 5—6 tenings-
metrar á mann eða rúmur helmingur þess, sem víðast
«r krafist í útlöndum (10 teningsmetrar) sem minnsta
loftrýmis. Auðvitanlega er gott að húsin sjeu sem rífr
legust og loftbezt, en hætt er við að fátæktin, vetrar-
kuldinn og eldsneytisleysið neyði oss til þess að gera
þau ekki öllu stærri, fyrst um sinn að minsta kosti.
Framförin er þó ekki mikil frá gömlu baðstofunum, því
þar er loftrýmið oftast um 4 teningsmetra á mann, er
3—4 menn koma á hvert stafgólf með 500 teningsfeta
loftrými (rúm ekki dregin frá). Með betri herbergjaskip-
un væri víðast auðvelt að stækka íbúðarherbergin. Þess
ber og að gæta, að víðast eru sjerstök svefnherbergi, svo
hver8dagsstofurnar eru aðallega notaðar að deginum til.
Herbergjaskipun í nýju húsunum hefir enn ekki náð
neinni festu og er án efa bæði óhentug og óíullkomin
að ýmsu leyti. Er til lítils að gera nákvæmlega grein
fyrir henni án mynda til skýringar.
í 8 húsum er eldhíis 1 kjallara. Þetta fyrirkomulag
getur verið hentugt á stærri heimilum, þar sem gera
má ráð fyrir því, að sjerstök stúlka sjái að miklu leyti
um matreiðslu. Aftur er það athugavert, ef sjálf hús-
móðirin býr til matinn. Hún þarf þá sífelt að ganga
upp og ofau stiga, stundum hálflasin, stundum vanfær
og á miklu erfiðara með að lífca eftir börnum sínum.
Jeg tel því líklegt, að flestum heimilum henti betur að
hafa ddhúsið á söniu liæð og baðstofu og hjónahcrbergi,
þó margt sje þar við húsrúmið að gera.
í öllum húsunum virðist baðstofa eða vinnustofa
greind frá svefnherbergjum. Eru sjerstök svefnherbergi
ætluð fyrir konur og karla og hjónin. Þetta er eflaust
rjett stefna og mætti víðast láta vinnufólk sofa á lofti,
en hafa hjónaherbergið niðri og þá á hlýjum stað, þar
•sem vel nyti sólar (ung böin). Fullorðnir, heilbrigðir