Búnaðarrit - 01.06.1918, Page 26
152
BtíNAÐARRIT
Hinn 27. febr. var bætt við 2 kúm, svo að alls voru
gerðar tilraunir með 10 kýr.
Áður en tilraunin byrjaði var reynt að ákveða lík—
amsþunga hverrar kýr. En þar sem ekki var hægt að
vega þær, varð að láta sér iynda að mæla þær og
reikna síðan út líkamsþungann. Var það gert eftir 4
aðferðum, en vegna £ess að þeim bar ekki vel saman,
var tekið meðaltal af þeim öllum, og eftir þvi meðaltali
var reiknað út viðhaldsfóður hverrar um sig, en afurða-
fóðrið var reiknað út eftir nythæð hverrar kýr. Var
fylgt kenningum H. Goldschmidt við útreikninginn. Við
samanburð á því, er kúnum hafði verið gefið að undan-
förnu, var þó ákveðið að bæta ofurlitlu við það, er
reikningar sýndu að þörf væri á, til þess að meiri
trygging væri fyrir því, að þær fengju ekki of lítið, því
bæði var þungaákvörðun ónákvæm og þar af leiðandi
viðhaldsfóðrið, og auk þess var efnainnihald fóðursina
áætlað, svo að nokkru gat auðveldlega munað á því.
Hér fer á eftir skrá yfir nöfn kúnna, nythæð þeirra,
fóðurþörf og fóðrun: