Búnaðarrit - 01.06.1918, Blaðsíða 32
158
BÚNAÐARRIT
ósekju, jafnvél ekki ómögulegt, að sumar kýr megi
fóðra á votheyi eingöngu.
Tilraunirnar virðast benda til, að votheyið sé betra.
til mjólkur en til holda. Það mun þó vera hæpin á-
lyktun og vel getur önnur orsök legið til þess, að tvær
a£ þeim kúm, er mest fengu af volheyinu, urðu heldur
magrari en hinar.
16. apríl var byrjað að breyta fóðri annars flokks á;
ný. Yar ákveðið að láta fóðurbreytinguna standa yfir í
6 daga og draga af votheyinu, en bæta við þurheyi5
þangað til fóðrið væri orðið eins og fóður fyrsta flokks*
Áhrifin á nythæð flokkanna sjást hér á eftir:
Nythæð Geltust
14. apríl 20. apríl um
Kg. Kg. Kg.
1. flokkur 7,2 0,2
2. flokkur 7,2 6,6 0,6
Annar flokkur geltist því meira, enda létu kýrnar illa
við því, er farið var að auka þurheyið og draga af vot-
heyinu.
Að lokum var svo fóðrinu haldið óbreyttu næstu &
daga. Sést árangurinn af því hér á eftir.
Nythæð Geltust
20. apríl Kg. 20. apríl Kg. um Kg.
1. flokkur 7,2 6,8 0,4
2. flokkur 6,6 6,6 0,0
Fyrsti flokkur hefir því gelst heldur meira á þessu
tímabili, meðfram vegna þess að annar flokkur hafði
gelst heldur meira á næsta t.ímabili á undan. Séu bæði