Búnaðarrit - 01.06.1918, Page 43
BUNAÐARRIT
169
sjóðnum, er auðsætt að þeir geta eigi verið með í verð-
launasjóði þessum, og er því óþarfi að telja hér upp
loforð þeirra fyr en fengin er vissa fyrir því, hvort
þeir verða með í sjóðnum eða eigi.
Verðlaunasjóður sá, sem hér er um að ræða, á að
vera sameiginlegur fyrir allar jarðir á landinu, sem
greitt hefir verið tillag fyrir í sjóðinn, enda gæti hann
alls eigi náð tilgangi sín'um, ef farið væri að skifta
honum í séreignir á milli hreppanna. Úr honum á eigi
að ereiða minni verðlaun en 100 kr., en það yrði eigi
hægt, ef hver hreppur á séreign í honum. Á íslandi eru
um 200 hreppar, og í hinum minstu þeirra eru eigi
nema 120 til 200 jarðarhundruð. Úr þeim kæmu þá alt
að 120 til 200 kr. í sjóðinn, ef enginn skerst úr leik.
í stærstu hreppum landsins eru um 1500 jarðarhundruð.
í Hrunamannahreppi eru 1030 hundruð, og þaðan hafa
komið loforð, sem munu nema 490 krónum, ef
reiknað er fyrir hverja jörð eins og ráð er fyrir gert.
í Gnúpverjahreppi eru 511 jarðarhundruð. Þaðan eru
komin loforð um 360 kr., reiknað á sama hátt, og enn
fremur 40 kr. fyrir tvær jarðir í Grafningi. Með vöxt-
unum af svo smáum hreppasjóðum, sem væri að upp-
hæð frá 100—1500 kr., er eigi hægt að greiða 100 kr.
verðJaun, nema með margra ára millibiJi; þess ber og
að gæta, að árJega á að greiða jafnmörgum konum
verðlaun sem karlmönnum og jafnhá, því að jafnmiklu
fé skal á hverju ári varið til verðlauna handa konum
sem körlum.
Líka er það andstætt tiJgangi sjóðsins, að hjú í hverj-
um hreppi keppi að eins við hjú úr sínum hreppi um
verðlaun, heldur eiga öll hjú víðsvegar á landinu að
keppa um þau hvert við annað. Það verður til meiri
framfara fyrir hjúastéttina, og betra fyrir þjóðina í heild
sinni. Það getur verið, að í sumum hreppum landsins
séu stundum engin verulega góð hjú, þótt eitt þeirra
sé öðru fremra og geti því fengíð verðlaun, ef það