Búnaðarrit - 01.06.1918, Síða 44
170
BUNAÐARRIT
keppir að eins við innanhrepps hjú; en slík hjú þurfa
að taka sér fram til þess að fá verðlaun, þá er við hjú
í öðrum hreppum er að keppa. í sumum hreppum eru
aftur á móti ef til vill mörg mjög dugleg og skyldu-
rækin hjú. Þau fá því fleiri verðlaun, ef einn sjóður er
fyrir öll hjú landsins, og hjúin í öðrum hreppum geta
lært af því, að vera borin saman við slík hjú. Ef t. a.
m. mörg góð hjú eru í Hreppunum, fá þau fleiri verð-
laun, ef þau eiga aðgang að sameiginlegum verðlauna-
sjóði, en ef Hreppamenn hafa sérstakan verðlaunasjóð
fyrir sig.
Island hefir nú verið bygt í þúsund ár, og ættu menn
að vera búnir að átta sig á því, að það alt er ein heild
fyrir sig, og að landsmenn geta einungis komið þessu
og ýmsu öðru þjóðnauðsynlegu í framkvæmd, ef allir
halda saman, og engir, eða sárfáir, skerast úr leik.
Ijandsmenn mega eigi sjálfs sín vegna vera of þröngsýnir.
Hitt er annað mái, að gott er að eiga í héruðum
eins margar nefndir og þörf er á, til þess að benda á
þau hjú og bera þau fram, sem verðlaun eiga skilið;
en ein aðainefnd yrði þó að vera til þess að meta allar
þær tillögur, er kæmu um verðlaun, og verður vonandi
séð fyrir þessu, þá er iög verða samin um verðlauna-
sjóðinn og stjórnarnefnd skipuð fyrir hann. Auðvitað er
það vandi að dæma um verðlaunin, en svo er um margt,
og má enginn láta fæla sig frá að leggja í sameigin-
legan sjóð fyrir því. Hins vegar eru þess nóg dæmi, að
ekki er fremur farið að verðleikum í þeim málum, sem
hreppsbúar einir eða söfnuðir dæma um, en menn fyrir
alt landið; eru prestskosningarnar meðal annars og ýms
sveitamál dæmi upp á það.
III.
Margir af mönnum þeim, sem heitið hafa tillögum til
Yerðlaunasjóðs vinnuhjúa, hafa bréflega látið í Ijós við
mig gleði sína yflr því, að tillagan um verðlaunasjóð