Búnaðarrit - 01.06.1918, Side 55
BUNAÐARRIT
181
heyiir ekki undir landsstjórnina — og framkvæmdar-
vald fyrir búnaðarþingið.
Staríssvið Búnaðarfélags íslands tekur til alls iands-
ins, og er hið s'ama sem fjórðungsbúnaðarsambandanna,
með þeim breytiugum, sem leiða af lögum og skipulagi
búnaðarfélagsskaparius, enda er afstaða þess til sam-
bandanna svipuð ufstöðu þeirra til búnaðarfélaganna.
Af íöstum tekjum leggur Búnaðaríélagið árlega ákveð-
ið hundraðsgjald til sjóðsmyndunar og ávaxtar hann í
Landbúnaðarsjóði íslands, á þann hátt, sem ákveðið verð-
ur ineð skipulagsskrá.
í Landbúnaðarsjóði íslands skal ávaxta alla þá sjóði,
er tilheyra landbúnaðinum, eftir þeim reglum er gilda,
eða gildandi verða, fyrir hvern sjóð, og hefir Búnaðar-
félag íslands á höndum stjórn þessa samsteypusjóðs.
Búnaðaríélagið vinnur að því að auka búfræðisþekk-
inguna í landinu með því að gefa út búfiæðisleg rit,
styrkja efnilega meun til búnaðarnáms erlendis, með
því að safna búnaðarskýrslum og innlendri búnaðar-
reynslu með tilraunum o. s. frv.
Það er íulltrúi landbúnaðarins og bæudastéttarinnar
inn á við, gagnvait öðrum stéttum og stjórnarvöldun-
um, og út á við gagnvart öðrum þjóðum, að því leyti
sem það heyrir ekki undir stjórnurvöld landsins.
Með því skipulagi, sem hér er lugt til, verður Búnað-
arfélag íslands sambandsfélag hreppabúnaðarfélaganna
með fjórðungsbúnaðarsamböndin sem sjálfstæðan sam-
bands- og millilið, og er þess vænst, að löggjöfin stuðli
uð því, að þetta skipulag geti komist á búnaðarfélags-
skap landsins og búnaðarsamvinuu, með því að nema
úr lögum alt það er kemur í bága við þetta skipulag,
og setja önnur lagaákvæði, er samrýmast því og styrkja það.
Framanskráðar tillögur eru samdar á stjórnaríundi
Búnaðarsambands Austurlands 12. febr. 1918 og sam-
þyktar á aðalfundi s. á.
Magnús Bl. Jónsson. M. Stefánsson.