Búnaðarrit - 01.06.1918, Síða 58
184
BUNAÐARRIT
Miðhús í Hvolhrepp. Afgirtur blásinD moldarbakki
skamt frá Rangá og settur þar upp sandvarnargarður.
Eeyðarvatn. Þar er mikið um sandfok, svipað og á
Landi; er viðbúið að jörðin leggist í auðn, og svo hefir
útlitið verið um mörg ár. Nokkuð heflr verið unnið þar
til varnar, þótt lítið hafl verið lagt þar fram af opin-
beru fé, samanborið við það sem geit hefir verið við
hin svæðin flest.
Meðalland. Þar hefir vsrið veitt vatni á sandana og
með því reynt að örva gróðurinn og hefta sandfokið.
Kvíslar úr Ásavötnum voru stíflaðar í því skyni að
auka það vatn, sem rennur ofan á Meðallandið. Það
hefir geDgið erflðlega að hafa hemil á vatninu. Stund-
um hefir viljað verða skortur á því á vorin, einmitt á
þeim tíma, sem æskilegast er að hafa það nægilegt. Á
sumrin um sláttinn hefir í rigningatíð verið kvartað
undan of miklu vatni.
Sigurður búnaðarráðunautur Sigurðsson hefir gert á-
ætlun um það sem þyrfti til þess að koma áveitunni í
gott horf. Sandgræðslumálastjórnin hefir boðið Meðal-
lendingum, að þessar stíflur, sem um er að ræða, skyldu
verða gerðar og kostaðar algerlega af sandgræðslufé, ef
þeir vildu þá taka á sig skuldbindingu um viðhald á-
veitunnar.
Bolungarvík. Sandfokssvæði í dalbotninum innan við
kauptúnið hefir verið afgirt. Síðan hefir gróðurinn tekið
framförum og er á góðum vegi.
Vestmannaeyjar. Þar er sandgræðslugirðing í Stór-
höfða, skamt frá vitanum. Enn þá hefir þar verið látið
nægja með friðunina.
Öll þessi sandfokssvæði, sem þegar eru talin, þarf að
stunda enn um nokkur ár, en auk þess ber nú bráðan
að með að byrja á nokkrum nýjum. Alþingi hefir nú
sett þá ákvörðun í fjárlögin, sem skilyrði fyrir fjárfram-