Búnaðarrit - 01.06.1918, Síða 59
BÚNAÐARRIT
185
lagi úr landssjóði, að þeir sitji íyrir, sem leggja fram
eða hafa lagt helming kostnaðar eða þaðan af meira.
Þessi ákvörðun gerir það að verkum, að áhugamenn-
irnir, þeir sem eitthvað vilja leggja af mörkum, njóta
styrksins og er það vel farið, því það er gagnslítið að
verja fé til sandgræðslu þar sem þeir, er hlut eiga að
máli, hafa engan áhuga fyrir verkinu.
í grein þeirri, er hér fer á eftir, gerir sandgræðslu-
vörðurinn grein fyrir þeim aðfetðum, sem reyndar hafa
verið við sandgræðsluna og gefist vel.
Eina nýja aðferð vil eg nefna, hún heíir ekki verið
reynd fyr en siðastliðið vor og því ekkert um hana að
segja enn hvernig reynast muni. Spurningin er sú, hvort
flýta megi fyrir gróðri á uppblásnum sandflesjum, þar
sem komnir eru grastottar hór og þar, með því að
draga valtara yflr svæðið á vorin, festa þannig gras-
tottana og veita þeim með því betri aðstöðu í barátt-
unni fyrir tilverunni. Grímur Thorarensen hreppstjóri í
Kirkjubæ hefir tekið að sér að geia þessa tilraun.
Valtarinn er töluvert léttari en þeir, sem hafðir eru á
sléttur á túnum: dreginn er hann af einum hesti.
Þessi aðferð getur vitanlega ekki komið að notum
alstaðar þar sem sandfok er, heldur eins og áður er
sagt á uppblásnu iandi, sem byrjað er að gróa. Reynist
hún gagnleg, þá er nóg af slíkum svæðum, bæði á
Rangárvöllunum og víðar.
Einar Helgason.