Búnaðarrit - 01.06.1918, Blaðsíða 64
190
BUNAÐARRIT
vindurinn ávalt mestur og því hættast við að þar rífi
mest.
Melgrasið vex þar bezt, sem sandfok er mikið. Ef
toppurinn af stráunum stendur upp úr sandinum, þá er
því vel borgið — en verði hólarnir háir, þá byrja
þeir vanalega að blása að neðan. Ræturnar visna og
grasið deyr. Gæta skal þess því að hólarnir verði ekki
háir.
Sumstaðar hagar svo til að vatn rennur yfir sandana,
sein græða á. Straumvatn drepur melgróðurinn og ber
vanalega burt með sér frjóefni úr sandinum. Blauti
sandurinn er eins og efja og á sífeldri hreyfingu í
straumvatninu. Þarf því ekki að hugsa til þess, að
gróður þróist þar sem straumvatnið er á söndunum.
Aftur getur uppistaða, eða vatn sem er kyrt, gert
mikiö gagn.
Margir hafa verið vantrúaðir á arðsemi sandgræðsl-
unnar — en nú má segja: „Komið og sjáið“, talsvert
má gera. Að sönnu kostar það mikið fé, og að því
verki verður að vinna með árvekni og skyldurækni.
Það starf þolir ver augnaþjónustu en flest önnur verk.
Það útheimtir trúmensku, áhuga og vilja, til þess að
vinna fyrir landið og þjóðina jafnt, hver sem í hlut á.
Þeir verða að muna að þeir eru landverðir, sem að
því vinDa, og að lítið moldarflag hefir oft orðið að
stórum auðnum. íslenzka þjóðin þarf að læra að meta
verk þeirra og skilja að af gróðrarmoldinni fáum vér
brauð vort. Verði það, þá má segja:
„Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast., akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga“. (H. H.)
p. t. Reykjum 28. ágúst 1918.
Gunnlaugur Kristmundsson.