Búnaðarrit - 01.06.1918, Page 72
198
BÚNAÐARRIT
Þá fór eg 23. apríl vestur að Hvítárvöllum í Borgar-
firði og var þar við burtfararprófið á mjólkurskólanum.
Var 11 daga að heiman.
Þar næst lagði eg á stað austur í sýslur 8. maí. Pór
lengst austur í Álftaver og sagði þar fyrir um framhalds-
fyrirhleðsluna fyrir Skálm. Á heimleiðinni var eg á fundi
Smjörbúasambands Suðurlands að Þjófsártúni 21. s. m.
Fór þaðan niður í Þykkvabæ að ieiðbeina með fyrir-
hleðslur til varnar vatnságangi o. fl. Var 19 daga í ferð-
inni.
Fyrsta júní lagði eg á stað vestur í Borgarfjörð og
norður í land. í þeirri ferð var eg á héraðssýningum í
Húnavatnssýslu og Skagaflrði. Átti um leið að vera á
stórgripasýningu, er haldin var fyrir Hólahrepp og Við-
víkursveit, en hindraðist frá því sökum lasleika-forfalla.
Kom heim úr þessari ferð 1. júlí.
Loks lagði eg á stað 21. sept. austur, og var ferðinni
heitið alla leið austur á Siðu. Var 29 daga að heiman.
— í þessari ferð tók eg út fyrirhleðsluna fyrir Skálm
í Álftaveri, athugaði Meðallandsáveituna, heimsótti mörg
nautgripafólögin og leiðbeindi með ýmislegt.
Auk þessa fór eg tvær snöggar ferðir, aðra austur
yfir íjall og hina upp í Mosfellssveit. — Hefi verið að
heiman á ferðalagi samtals 138 daga.
Mælingar til áveitu og fyrir stíflum gerði eg nokkrar
á ferðum mínum. Meðal annars má nefna, að eg gerði
bráðabyrgðarmælingu fyrir áveitu og framræslu á svo
nefndum Ahnenningi í Biskupstungum. Einnig hefi eg
gert mælingu og áætlun um kostnað við að hlaða í
Höhmós í Ölfusi. Þá mældi eg einnig fyrir stíflum og
fyrirhleðslum í Þykkvabænum í Rangárvallasýslu til
varnar vatnságangi. Mældi fyrir flóðgarði í Gaulverjabæ
í Flóa. Tók út fyrirhleðsluna fyrir Skálm í Álftaveri og
stifluna í Fljótsveginn hjá Álfhólum í Landeyjum.
Leiðbeindi auk þessa með áveitu á fjórum bæjum í
V.-Skaftafellssýslu, þar á meðal í Hólmi í Landbroti,