Hlín - 01.01.1928, Page 9
Fundargerð
aðalfundar sanibands norðlenskra kvenna árið 1928.
Laugardaginn 23. júní 1928 var sambandsfundur norð-
lcnskra kvenna (hinn 15.) settur og haldinn í sainkomu-
húsinu Bifröst á Sauðárkróki.
Mættir voru formaður og ritari og 6 fulltrúar.
Fyrri part dags var haldinn fulltruafundur, þar lögð
frani dagskrá fyrir fundinn og kosnir endurskoðendur
reikninga, þær Laufey Pálsdóttir og Guðríður S. Líndal.
Kl. 3/2 e. h. hófst svo aðalfundur S. N. K. — Um leið
og Kristbjörg Jónatansdóttir, forstöðukona Sambandsins,
setti fundinn, bauð hún alla fulltrúa og gesti velkomna,
þakkaði konum góða aðstoð og samvinnu undanfarin ár
og mintist þess liverja þýðingu jtetta samstarf norðlenskra
kvenna ætti að hafa.
Nefndi hún til aðstoðarritara Guðríði Líndal, Holta-
stöðum.
Um inntöku í Sambandið sótti kvenfjelagið. »Freyja«
í Arnarneshreppi. Var það saniþykt með öllum atkvæðuin
og fulltrúa þess, Jónínu Þorsteinsdóttur, Nunnuhól, sem
mætt var, voru þar með veitt öll fulltrúarjettindi. Sömu-
leiðis samþykt inntökubeiðni frá kvenfjelagi Akrahrepps,
Skagafirði.
Tekið fulltrúatal. Mættar voru:
I. Kvennabandið, Vestur-Húnavatnssýslu:
Aöalheiður Jónsdóttir, Hrísum.