Hlín - 01.01.1928, Side 11
Hlin
9
til Björns Guðmundssonar kennara á Núpi í Dýrafirði,
sem einnig hafði verið stungið upp á. Lofaði hann að
ílytja fyrirlestra á sambandssvæðinu í júnímánuði, og var
liann þegar búinn að ferðast um Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslur og var nú staddur á fundarstaðnum. Lýsti
fundurinn ánægju sinni yfir starfsemi hans.
Næst gáfu fulltrúar skýrslur yfir' starfsemi félaga sinria,
og lesnar voru skýrslur þær, sem sendar höfðu verið.
Lög Sainbandsins lesin upp og lagði formaður frain
svohljóðandi breytingartillögu, sem komið hafði fram við
8. gr., frá Heimilisiðnaðarfjelagi Engihlíðarhrepps, og
sem áður hafði verið send öllum deildunum til uinsagnar:
»Hvert einstakt fjelag, er gengur í S. N. K. greiðir í
»sambandssjóð 20 au. fyrir hvern meðlim. Ef fjelagasam-
»band gengur í S. N. K., greiðir það í sambandssjóð 1
»kr. fyrir hvert fjelag, en þó aldrei minna en 10 kr. á ári.
»S. N. K. styrkir stjórn sína til að sækja fundina.«
Urðu núklar umræður um málið, en að þeim loknum
var hún feld með 7 atkv. gegn 1 og haldast því lögin
óbreytt.
Uppeldis- og mentamál. Málshefjandi Guðríður S. Lín-
dal. Talaði hún aðallega um hve vandasamt og umfangs-
mikið húsmæðrastarfið væri — að hægt mundi vera að
gera heimilisstörfin auðveldari með hagkvæmara fyrir-
'komulagi á heimilunum og taldi tímabært að konur tækju
vinnuvísindin í sína þjónustu. Konum ti! fróðleiks og
skemtunar las húri upp kafla þýddan úr bók eftir amerí-
slta konu, Mrs. Ch. Fredrick, sem fjallar um þetta mál.
- Minst var á að reyna að koma upp sýningu á nýtísku
eldhúsi í sambandi við næsta aðalfund.
f>á voru ræddar svohljóðandi tillögur frá nefnd þeirri,
er kosin var í sjennentun kvenna á 2. landsfundi á Akur-
eyri 1926:
1. Þeir húsmæðraskólar, sem ríkið stofnar og styrkir
starfi cftir samræmanlegri reglugerð, samþyktri af stjórn-