Hlín - 01.01.1928, Page 12
10
Htín
inni. Farkensla fari einnig fram eftir ákveðnum rcglum.
Ennfremur þyrfti ríkið að hafa konu í sinni þjónustu, sem
ferðaðist milli skólanna og hefði eftirlit nieð þeim. Skýrsl-
ur skó'lanna eru ekki fullnægjandi.
2. Fastir húsmæðraskólar, sem styrktir eru af ríkinu,
sjeu í sambandi viö konur hjeraðsins nieð stuttum náms-
skeiðum, þar sem fyrirlestrar og sýnikensla fer fram.
3. Farkensla í matreiðslu og öðrum heimilisstörfum sé
þannig fyrir komið, að húsmæður eigi hægt með að færa
sér hana í nyt. Sje bygð á þjóðlegum grundvelli. Góð kona
með sérþekkingu á þessum málum mundi gera mikið
gagn sem heimilisráðunautur. Eftir að hafa heiinsótt hús-
mæðurnar hjeldi hún námsskeið 2—6 daga með fyrirlestr-
um og sýnikenslu.
Aðeins i þeim hjeruðum, þar sem fastir húsmæðraskól-
ar eru ekki ennþá starfandi hjeldi ráðunauturinn náms-
skeið, sem stæðu í 1—2 rnánuði, aðallega fyrir ungar
stúlkur.
4. Meðan íslenska ríkið ekki sér sér fært að stofna
kenslukvennaskóla fyrir húsmæðrákenslukonur, leggur
nefndin til, aðhinirstarfandihúsmæðraskólargefieinum
nemenda sinna kost á framhaldsnánii yfir eitt skólaár,
þannig að hún hjálpi til við kensluna, fái æfingu i verk-
legu og bæti við sig i bóklegum námsgreinum. Kennarar
skólans, ásamt skólaráðinu velji þessa stúlku. Þetta sjc
undirbúningur undir kenslukonustarf ásamt frekara fram-
haldsnámi um eins árs skeíð á góðum útlendum kenslu-
kvennaskóla. Viljurn við sjerstaklega benda á Statens
Iærerindeskole i husstel, Stabæk pr. Oslo, og þyrfti þá
kenslukonuefnið að hafa ríflegan styrk frá ríkinu þetta
síðasta ár.
Var fundurjnn yfirleitt ánægður með tillögurnar, en vildi
þó gera á þeim lítilsháttar orðabreytingar og voru til þess
valdar þessar þrjár konur: Aðalheiður Jónsdóttir, Krist-
björg Jónatansdóttir, Jónína Þorsteinsdöttir.