Hlín - 01.01.1928, Síða 13
Hlin
11
Fundi frestað til næsta dags.
Sunnudáginn 24. júní var svo fundi haldið áfram kl. 9
að morgni.
Lesnir upp endurskoðaðir reikningar S. N. K. og sam-
þyktir.
HdmilisiðnaÖarmálið. Form. sagði frá gangi þess máls
síðastliðið ár. Skýrði hún frá hver tilgangur væri ineð sýn-
ishornakaupum þeim, sem S. N. K. hefði veitt peninga til
—- alls kr. 1000.00 — sem sje 200 kr. á ári fram að 1931.
Las hún upp umsókn þá, er landsfundarnefndin, sem kos-
in var 1926, hafði sent alþingi um 30 þús. kr. lán þessu
máli til eflingar, og greinargerð þá, er henni fylgdi. Ha 11 -
dóra Bjarnadóttir hafði sent til Sauðárkróks nokkur ísl.
sýnishorn, sumpart sem S. N. K. átti, sumt sem hún lagði
til að S. N. K. keypti. Bauðst hún til að geyma sýnishornin
hjer eftir sem að undanförnu og hafa þau til sýnis á fund-
um, og samþykti fundurinn að taka þvíboðimeðþökkum.
Las form. kafla úr brjefi frá H. B., þar sem hún sendir
fundinum kveðju sína og árnar honum allra heilla. f sam-
bandi við þetta mál skýrði form. frá, að stjórnin hefði val-
ið frú Elinu Briem í nefnd þá, sem dæma átti um best
gerða uppdrætti af ísl. baðstofu og húsgögnum. Áskorun
kom fram um það á fundinum, að k'venfjelögin styddu þá
tillögu H. B., að búnir yrðu til ódýrir en smekklcgir munir,
sem yrðu til sölu á landssýningunni 1930. Þá flutti Lilja
Sigurðardóttir, Víðivöllum, erindi um undirbúning þjóð-
hátíðarinnar 1930. Benti hún aðallega á ábyrgð þá, sem
á öllum meðlimum þjóðfjelagsins hvíldi í því efni, en taldi
það ekki hvað síst undir konunum komið, að hátíðin gæti
borið með sjer þann þjóðræknis- og menningarblæ, sem
þar þyrfti að koma í ljós.
Konur þær, er kosnar voru daginn áður til að athuga til-
lögur landsfundarnefndarinnar í sjermentun kvenna, skil-
uðu svohljóðandi áliti, er sendast skyldi nefndinni:
»AðaIfundur S. N. K., sem haldinn var á Sauðárkróki