Hlín - 01.01.1928, Síða 14
12
Hltn
»23.—24. júní þj á., tók til athugunar og umræðu tillögur
»nefndarinnar, senr kosin var í sjermentun kvenna á 2.
»landsfundi á Akureyri 1926. Líkaði fundinum tillögurnar
»yfirleitt vel, en gæti þó kosið betra orðalag á 2. tillögu.
»Þótti t. d. betur fara að hún hljóðaði svo:
»Fastir húsmæðraskólar, sem styrktir eru af ríkinu, hafi
»við og við stutt námsskeið með konurn hjeraðsins, þar
»sem fyrirlestrar og sýnikensla fer fram«.
3. tillagan líkaði nefndinni í alla staði ágætlega, ejnnig
seinni liðurinri, og mælir fastlega með, að hin ítrasta á-
hersla verði lögð á að koma henni í framkvæmd.
Hvað snertir 4. till. vill fundurinn benda á, að varlmga-
vert getur verið að taka til fyrirmyndar útlenda kenslu-
kvennaskóla, seni eru svo íburðarniiklir að kenslan yrði
ósamrýmanleg íslenskum staðháttum.
Aðalheiður Jónsdóttir talaði um uppeldismál, einkum
skyldur þær er fullórðna fólkið hefði við börnin fram að
10 ára aldri. Var stjórninni síðan falið að láta halda áfram
fræðslustarfsemi með fyrirlestrum, eftir því serri fjárhag-
ur leyfði, aðallega um barnauppeldi.
S. N. K. hafði borist brjef frá Prestafjelagsdeild Eyja-
fjarðar og Suður-Þingeyjar prófastsdæma, þar sem leitað
er aðstoðar kvenfjelaganna til eflingar heimilisguðrækm.
Æskti fundurinn þess að deildirnar styddu það mál eftir
mætti.
Beiðni kom frá Halldóru Bjarnadóttur um að S. N. K.
veitti ársritinu Hlín 300 kr. styrk árið 1928, á móti öðru
eins, sem Heimilisiðnaðarfjel. fslands hefur veitt, til þess
að gefa út myndir af ýmsum heimaunnum munum, er geti
orðið ahnenningi fyrirmyndir. Var það samþykt með
öllum atkvæðum.
Svohljóðandi skeyti barst fundinum frá H. B.:
»Bestu hamingjuóskir til fundarins. Húsgögn Ríkharðar
»fengu verðlaunin. Baðstofa Kristínar Jónsdóttur. Send-
»ing uppdrátta því miður ómöguleg, koma í Hlín«.