Hlín - 01.01.1928, Page 15
Hliti 13
Sendi fundurinn henni samstundis þakklætis- og kveðju-
skeyti.
Heilbrigðismál. Hansína Benediktsdóttir reifaði málið.
Rætt var um hve ískyggilegt væri hið vaxandi heilsuleysi
æskulýðs landsins og hverjar orsakir mundu þvf valda.
Töldu margar þaö ekki hvað síst klæðnaðinum að kenna.
Fól fundurinn stjórninni að skrifa Læknafjel. íslands
beiðni um að athuga það mál gaumgæfilega og láta al-
menningi sem oftast í tje álit sitt á þvi, bæði í ræðu og riti.
Garðrækt. Lilja Sigurðardóttir, Víðivöllum, sem styrkt
er af Búnaðarfjelagi íslands til að leiðbeina í garðyrkju,
skýrði frá starfsemi sinni síðastliöið vor. Hafði hún lag-
fært eða gert að nýju 120 garða hjer í sýslunni á þessu
von og bjóst við að hafa eftirlit með þeiin í sumar að ein-
hverju' leyti.
Elísabet Guðmundsdóttir á Gili í Svartárdal beindi
þeirri ósk til fundarkvenna, að þær, hver í sínu hjeraði,
reyndu aö koma því til leiðar, að kirkjugarðar yrðu lag-
færðir og prýddir svo sem tök væri á fyrir 1930.
Þar eð varaform. S. N. K. er nú tíúsettur orðinn erlend-
is, kaus fundurinn Guðnýju Björnsdóttur á Akureyri í hans
stað- Ritari Sambandsins var endurkosinn til næstu
þriggja ára, sömuleiðis vararitari.
Stjórnina skipa: Kristbjörg Jónatansdóttir, Akureyri
formaður, Guðrún Björnsdóttir, Siglufirði, gjaldkeri,
Laufey Pálsdóttir, Akureyri, ritari. Varastjórn: Guðný
Björnsdóttir, Margrjet Jósefsdóttir, Ingibjörg Benedikts-
dóttir.
Kvenfjelagasamband S.-Pingeyinga óskaði eftir að
næsti aðalfundur S. N. K. yrði haldinn að Laugum í
Reykjadal í kvennaskólahúsi því, sem nú er verið að reisa,
og var því næsti aðalfundur ákveðinn þar.
í fundarlok flutti Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Lýtings-
stöðuin erindi, er hún nefndi »Skin og skuggar«. Var það
konum gott veganesti til lieiinferðar.