Hlín - 01.01.1928, Page 16
14
Hlin
Síðan þakkaði form. fulltrúum og gestum fyrir komuna
og góða aðstoð og sagði fundi slitið.
Hansína Benediktsdóttir þakkaði stjórn og fulltrúum
fyrir komuna og fyrir góða samvinnu.
Fyrirlesari Sambandsins,BjörnGuðmundsson kennari,
flutti tvo fyrirlestra laugardag og sunnudag. Á meðan var
haft fundarhlje, svo konur gætu hlýtt.á hann. — Fyrirlest-
ur þann er hann flutti á sunnudaginn, hafði hánn áður flutt
á Sauðárkróki, en endurtók hann eftir áskorun, og
einnig var þess farið á leit við hann að bii-ta fyrirlést-
urinn á prenti, t. d. í Hlín, og lofaði hann því. —
Sunnudagsmorgun kl. 11 hlýddu konur messu hjá próf.
síra Hálfdáni Guðjónssyni.
Heimilisiðnaðarsýning var opin báða fundardagána.
Hðfðu fulltrúar ókeypis aðgang að henni.
Um hádegi á mánudag var farin skemtiför fram að
Reykjarhóli. Gengið var upp á hólinn og notið hins fagra
útsýnis yfir Skagafjörð. Að því búnu veitti »Hið Skag-
firska kvenfjelag« mat og drykk við Reykjarhólslaug. Rar
kvöddu húnversku konurnar og hópurinn skildi.
Skýrslur frá fjelögum.
Hið íslenska kvenfjelag Reykjavík.
»Hið íslenska kvenfjelag« telur sjer afmæli þ. 26.
jan. 1894, því þá var það, að nokkrar merkar konur
hjer í bæ stofnuðu til almenns kvennafundar í því
skyni að safna fje til væntanlegs Háskóla á íslandi.
Segir gerðabók f jelagsins, að fundinn sæktu um 200
konur úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi. Auk þess
fengu konur þær, sem að fundinum stóðu, fáeina karl-
menn sjer til aðstoðar. Á þeim árum var það nýlunda,