Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 17
Hlín
15
að konur efndu til funda, og þeim sem hjer áttu hlut að
máli, hefur sennilega fundist sjer ofvaxið að stýra fjöl-
mennum fundi.
Háskólamálið fjekk góðan byr á fundinum, og nefnd
kvenna var kosin til að gera tillögur um framkvæmdir
því viðvíkjandi. — Þann 16. apríl s. á. var aftur hald-
inn fundur. Nefnd sú, er kosin var á fyrri fundinum,
leggur þar fram tillögur sínar um stofnun íjelags, er
heita skuli »Hið íslenska kvenfjelag«, er jafnframt því
að vinna að stofnun Háskóla íslands hafi á stefnuskrá
sinni efling allra kvenrjettinda og annara framfara,
eins og lög fjelagsins frá þeim tíma bera með sjer.
Það var tilætlun fjelagsins, að stofnaðar yrðu undir-
deildir víðsvegar út um land, er störfuðu í sama anda
og stæðu í sambandi vð aðalfjelagið 1 Reykjavík, og
skrif því viðvíkjandi voru send í ýmsa landshluta, en
lítinn árangur mun það hafa borið.
Árangurinn af störfum »H. í. kvfj.« til þessa dags er
sem hjer segir:
Fjögur fyrstu ár sín gaf það út Ársrit til skemtunar
og fróðleiks, en vegna fjárskorts var ekki hægt að
halda því lengur úti.
Árið 1900 sá það um þýðingu á bók J. Stuart Mills:
»Kúgun kvenna« og gaf hana út. En því miður seldist
bókin svo illa, að fjelagið stórskaðaðist á fyrirtækinu.
Liggur mikð af upplaginu óselt enn.
Æfiminningu Þorbjargar Sveinsdóttur gaf það út
1908.
Iláskólasjóður »H. I. kvfj.« var stofnaður 27. sept.
1895 og afhéntur Háskóla fslands með kr. 4000.00 1916,
er til styrktar konum, sem stunda nám við háskólann.
Sjúkrasjóð stofnaði »H. í. kvfj.« á fyrri árum sín-
um og var hann afhentur með kr. 3540,12 árið 1905.
Njóta sjúklingar úr öllum landsfjórðungum góðs af
þeim sjóði.