Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 19
Hlín
17
varð að fara fljótt yfir, ganga fram hjá ýmsu sem vel
hefði mátt minnast, og halda sjer aðeins að aðalfram-
kvæmdum fjelagsins.
Reykjavík í janúarmánuði 1928.
Theodóra Thoroddsen.
Ritari s>H. I. kvfjs.«
S k ý r s I a
frá góðgerdafjélaginu »Eining« í Breiddal í S.-Múlasýslu.
Góðgerðafjelagið »Eining« var stofnað 4. nóv. 1911.
Höfðu 3 konur sent áskorunarskjal um hreppinn, og með
því að þeirri málaleitun var hvarvetna vel tekið, boðuðu
þær til stofnfundar áðurnefndan dag. — Aðalmarkmið
fjelagsins er að styrkja berklaveika sjúklinga, einkum þá,
er þurfa að leita sjer lækninga utan heimilis. »f>ó vill fje-
lagið hjálpa í öðrum sjúkdómstilfellum, ef það sjer sjer
fært, og berklaveikir þurfa ekki hjálpar«, stendur í stefnu-
skránni. Allir geta fengið inngöngu í fjelagið, karlar sem
konur, ungir sem gamlir, og var árstillagið fyrst 50 aurar
fyrir hvern fjelagsmann, en var síðar hækkað upp í 1
krónu fyrir fullorðna og 50 aura fyrir börn innan 14 ára
aldurs. — Augnaniið stofnendanna með að hafa árstil-
lagið svona lágt, var að fá sem flesta til að ganga í fje-
lagið, enda hepnaðist það, því strax á stofnfundi gengu
96 menn í fjelagið, eða allir sem á fundinum voru. Síðar
hækkaði tala fjelagsmanna, og voru þeir um skeið 140.
Nú hefur fækkað aftur, fnest fyrir það, að fjelagsmenn
hafa ílutt burt úr sveitinni. Þetta ár er tala fjelaga 87.
Allir fjelagsmenn hafa rjett til að fá styrk, svo og nán-
ustu vandamenn þeirra. Stjórnin útbýtir styrknum eftir því,
er hún álítur rjettast. Á hverju vori, í júnímánuði, skal
hafa samkomu til ágóða fyrir fjelagið. Svo er ákveðið í
2