Hlín - 01.01.1928, Síða 20
18
Nttn
stefnuskrá fjelagsins, að alt að % af hreinum ágóða megi
verja tíl styrkveitinga, en Vá sje lagður í sjóð. Stjórnin
hefur og leyfi til að verja öllum ársarðinum til styrkveit-
inga »ef brýn nauðsyn krefur«. —- Sjóður »Einingar«
er á vöxtum í útibúi íslandsbanka á Seyðisfirði og er nú
að upphæð kr. 1574.51. ■—- í þessi 15 ár, sem »Eining«
hefur starfað, hefur verið útbýtt styrk árlega og nemur
það alls kr. 2126.00. — Stjórn fjelagsins skipa 5 menn,
venjulega 4 konur og 1 karlmaður. — Síðan berkla-
varnarlögin gengu í gildi, hefur stjórn fjelagsins beitt
sjer fyrir því að fá lærða hjúkrunarkonu í sveitina, en
ýmsra orsaka vegna hefur ekki tekist að koma því i
framkvæmd enn. — Fjelag þetta hefur notið hinna mestu
vinsælda, ekki einasta lijer í sveitinni, heldur og í nær-
iiggjandi sveitum, og er árshátíð fjelagsins orðin nokk-
urskonar hjeraðshátíð fyrir þessar sveitir og ætíð vel
sótt, enda bregst ekki, að gott sje veður á samkomudag
»Einingar«.
Stofnendur »Einingar« voru húsfrú Margrjet Jónsdótt-
ir, Höskuldsstöðum, húsfrú Sigríður Marteinsdóttir, Ás-
mundarstöðum (báðar dánar) og húsfrú Þorbjörg R.
Pálsdóttir, Gilsá, hefur hún frá byrjun verið í stjórn fje-
lagsins og er nú formaöur þess.
Auðnist »Einingu« að verða sveitinni til senr mestra
nota og mörgum til gagns, og veita ljósi og yl inn í hjörtu
þeirra er bágt eiga, þá er tilgangi stofnendanna fyllilega
náð.
Fjelagskona.