Hlín - 01.01.1928, Page 21
Hlín
19
Heilbrigðismál.
Eiga hundarnir að vera húsdýr?
Þetta mim sumum þykja undarleg spurning, en svo cr
Jdó ekki, ef vel er atlnigað máliö. Það munu vera fá heim-
ili þar sem nokkuð verulega er hugsað um hundana, hlúð
að þeim og lögð rækt við þá. íslenska hundakynið má
lieita útdautt, en í þess stað er komið blendingskyn af
fleiri stofnum, sem sumpart er komið frá Danmörku, sum-
part frá Frakklandi og víðar. Upplag og hæfileikar þess-
ara hunda er lítt þekt, og óvíða heyrist getið um góða
fjárhunda. Síðan hjáseta ánna á sumrum og hjástaða
sauða á vetrum hætti, er minni alúð lögð við aö venja
hundana og þeir notaðir minna. — Fyrir nokkrum árum
fluttust hingað skoskir fjárhundar, en hvort þeir hafa
haldið hér sínum góðu eiginleikum veit jeg ekki, jreir voru
gjarnir á að bíta fje, og kom það sjer illa á haustin viö
sláturfje, sem oft var bitið til skemda, svo lærin urðu ó-
hæf til útflutnings. Sennilega hefur þetta stafað af vöntun
á tamningu, því sem sagt, nú orðið finst varla sá smali,
sem leggur alúð við að temja hund. Hundurinn er eigin-
lega algerlega orðin að villidýri sem heldur sig í sambúð
við mennina og þiggur mat sinn, þegar hann fæst með
góðu, fyrir að gelta og geyja heim í hlaðvarpanum og
róla á eftir smölunum, Iengst af er hann sinn eigin herra
og eftirlitslaus. Hann fer sínar rannsóknarferðir út um
hagann og út um sveitir, og getur orðið að flækingi, ef
liann kýs það heldur, og honum fellur það betur en vistin
heima fyrir. Matgjafirnar eru, hvort sem er, heldur af
skornum skamti víðast hvar, og alls ekki miðaðar við hans
þarfir, heldur við það hvað fyrir hendi er af úrgangi og
matarleifum. Hundurinn, sem er aö ætterni til rándýr og
kjötæta, verður að láta sjer nægja óbætta grautarslembru
2*