Hlín - 01.01.1928, Side 22
20
Hlín
og brauðmola. Það er ekki undarlegt, þó hann sé alstaðar
snuðrandi og snapandi, ef ske kynni að hann fyndi eitt-
hvað ætilegt í svangan maga. Kindarræiillinn, sem hrafn-
inn hafði fyrstur fundið, er hátíðarjettur fyrir hann, að
honum er þó matarbragð, og þar má fá nægju sína, jeg
tala ekki um, ef það væri hross-skrokkur. Hrafninn er
vandætnari, hann byrjar fyrst á augunum, sem talin eru
matarbest, en seppi jetur alt, upp og ofan: kjöt, innvols
og bein. Hvað gjörir það til, þð innýflin séu sollin og hann
fái bandormasýki, það er vitanlega leiður kvilli og spillir
vellíðan hundsins. En hver hugsar um það? Læknarnir
eru nú að nýju farnir að kvarta undan sullaveikinni, og
þeir benda á, að enginn hundur geti orðið bandormaveik-
ur nema hann hafi jetið sulli úr kindum, og því verði að
hafa nákvæmar gætur á því, að þeir nái hvergi í sollin
innýfli, hvorki á blóðvellinum né út um hagann. Sumir
læknar vilja láta gera strangar fyrirskipanir um að grafa
í jörð alla kindarskrokka, sem finnast út um hagann, en
þeir virðast ekki athuga það, að hrafnar og hundar eru
miklu fundvísari en mennirnir. Þá vilja aðrir læknar láta
körfumýla hundana, svo þeir geti ekki hirt hræ eða a'nn-
að, meðan þeir eru með körfuna. Reynslu í þessu efni
þekki jeg enga, og má vel vera að tillagan sje góð, ef hún
væri framkvæmd, en jeg hef ekki heyrt eða sjeð neina
hreyfingu í þá átt. Hitt er víst, að eitthvað verður að taka
til bragðs.
Af heilbrigðisskýrslum lækna má sjá, að veikin hefur
að vísu farið rjenandi, þvi þeir skrásettu yfir 60 sjúklinga
á ári á árunum 1911—15, tæpt 50 á ári á árunum 1916—
20 og rúmlega 40 á ári á árunum 1920—25. — Sarlia
kemur fram í dánartölunni:
1. tímabilið deyja um 90 manns,
2. tímabilið deyja um 70 manns,
3. tímabilið deyja um 45 manns
úr sullaveiki, eða 9,2 á ári. En þetta er óhæfilega mikið og