Hlín - 01.01.1928, Síða 23
Hlin
21
því segir próf. Guðm. Harmesson, sem samið liefur lieii-
hrigðisskýrslurnar, svo: .
»Þö ekki verði sagt, að óvænlega horfi mcð sullayeik-
ina, þá er það naumast vansalaust, hve scint gengur með
útrýmingu hennar, og mikið tjón gerir hún enn. Hinsvegar
er ekkert 1 íklegra, en að vjer getum á fáum árum losnað
við hana og jafnframt sulli og höfuðsótt í fje, ef alvarlega
væri tekið í taumana og almenningur styddi málið. Tvent
mætti ef til vill að liði verða: að farga öllum gömlum
hundum, og halda skýrslur í öllum hjeruðum yfir heimili,
sem senda sollið fje«.
Á árunum 1921—5 voru gerðir 109 sullskurðir, og 1925
dóu 16 úr sullaveiki. Þetta er altof mikið og þetta má ekki
ganga svo áfram, þvi meðan hehningur til % allra hunda
cru sjúkir af ormum, getum vjer ekki gert þá að regluleg-
um húsdýrum. Öruggasta ráðið væri að drepa hvern ein-
asta sullaveikan hund, merkja alla misserisgamla hvolpa
með keðju um hálsinn og þar til gerðri einkennisplötu, og
taka þá á hús. Hundahús ætti að vera á hverjum bæ, og
vandalaust verk er að steypa þau með básum fyrir hvern
hund. Fyrsf í stað þyrfti að festa þá á básana, en óvenju
fljótt læra þeir að halda sig þar, ef matur er látinn til
þeirra, og sje hann nægur og við þeirra hæfi, þá verða
þeir svo matvandir, að þeir snerta varla luæ eða annað
ómeti. — Athugið það vel, að með þessu fer saman æski-
leg sóttvörn og bætt kjör þessara þörfu dýra. Með þessu
eina móti verða hundarnir að hættulausum húsdýrum, í
stað þess að vera hrakin og hrjáð villidýr, sem öllum
stendur meiri eða minni ótti af. Vonandi tekur einhver
dýralæknirinn eða ráðunauturinn sig til og endurreisir
gamla íslenska hundakynið með hreinræktun, og eftir
hæfilegan tíma og undirbúning verður hinuin útlenda
blendingsstofni útrýmt, þá komast hundarnir í álit, og
góðir fjárhundar geta sjer frægð. Það væri ekki óþarfara