Hlín - 01.01.1928, Side 24
22
Hlín
að halda hundasýningar og veita verðlaun fyrir góða fjár-
hunda, heldur en þessar hrossasýningar, sem haldnar eru
nú víðsvegar um land, þrátt fyrir það, að hrossaræktin er
komin á svo hátt stig, að um 90% af hryssunum eru verð-
launagripir.
Það eru nú 30 ár síðan, að jeg reit grein um hunda í
Búnaðarrit Hermanns 12. ár 1898, vil jeg vísa til greinar
þeirrar þeim, sem vilja vita um fyrirkomulag hundahúsa
og um merkingu þeirra og skrásetningu. Jeg vil enda
þessa grein mína með því að taka þaðan þessi ályktunar-
orð: »Það eru nú 30 ár síðan Dr. Krabbe ferðaðist hjer
um land og sýndi og sannaði, að sullaveikin í mönnum og
skepnum stafaði af bandormum í'hundum. — Það er
sannfæring mín, áð þó ekki sje tekið tillit til sullaveikinn-
ar, sem komið hefur á stað því eftirliti, sem nú er með
hundum, þá sje það einnig að öðru leyti margfaldur hag-
ur að reyna jafnframt að bæta kyn þeirra og hafa meira
gagn af þeim. Önýtur hunditr er hið óþarfasta dýr sem til
er. — Það er ómannúðlegt að fara illa með hundana, eins
og alment alt of mjög á sjer stað. Þeir eru sveltir, reknir
út í frost og hríðar, þeir eru að óþörfu látnir ferðast lang-
ar leiðir, haltir og sárfættir, og sjeu þeir veikir, þá er ekk-
ert um það sint. Þeir eru aldrei kliptir þó strýið á þeim sje
alt í hnyklum, varla baðaðir þó í þeim sjeu óþrif. -—
Þetta gera menn alls ekki af varmensku, heldur af hugs-
unarleysi, og þó eru hundarnir hin tryggustu og skyn-
sömustu og oft hin skemtilegustu dýr sem vjer höfum og
allsendis ómissandi. Ef vjer förum vel með hundana, eins
og þeir verðskulda og höfum varkárni í umgengni við þá,
þurfum vjer alls ekki að óttast þá; vjer ættum vel
að muna eftir því, að sjeu hundarnir veikir af bandorm-
um, þá er það sjálfum oss að kenna«.
Von mín er, að eftir næstu 30 ár verði ekki ástæða til
að rita um þetta mál, því þá veröi hundarnir orðin vel-