Hlín - 01.01.1928, Síða 26
24
Hlin
sagt mjög mismunandi. — En víst er um það, að mörg
húsmóðirin fer ekki fá óþarfasporin í eldhúsinu, vegna ó-
haganlegs fyrirkomulágs á skápum og bekkjum. Mörg
íbúðin er rök, dimm og loftili. Það má víst líka finna þess
dæmi, að mörg krónan fer forgörðum fyrir vankunnáttu
smiðsins, að mörg hurðin opnast skakt og margur stig-
inn sé slæmur fyrir óhagsýni byggingameistarans. Svo
mun þetta lengi verða. — En okkur þarf fyrsi og frcmsí
að skiljast, að býggingunum sje ábótavant. Munum við
þá fljótlega finna ráð til þess að gera þær haganlegar i'ir
garði. —
Það hefur verið svo til skamms tíma og er víðast enn,
að við karlmennirnir höfum verið látnir einir um fyrir-
komulag húsanna eins og um hver önnur »utanbæjar-
störf«. — En hvað eru fremur »innanbæjarstörf« en fyrir-
komulag búrs og eldhúss, stofu og svefnherbergis? —
Konan býr til matinn, þvær borðbúnaðinn, býr um í
svefnherberginu, gengur um alla fataskápa, tekur til í
stofunni og síðast en ekki síst: þvær öll gólfin. — Því
skyldi hún þá ekki sjá um, að húsið, sem hún á að vinna
þessi störf í, sje svo úr garði gert, að sem minstur tími
og sem minst orka fari til starfanna, og að þau verði að
sem bestum notum? — Á engan koma misfellur á íbúð-
inni jafn hart niður og á konunum, sem vinna innanbæj-
arstörfin, hvort heldur húsmóðirin vinnur þau sjálf, eða
lætur aðra vinna þau fyrir sig. — Því skykli konan ekki
af Iífi og sál fylgjast með fyrirkomulagi húss síns, eins
og hún fylgist með við saumaskapinn á kjólnum sínum
eða peysufötunum? — Eins og fötin verða að fara eftir
líkamsskapnaðinum, eins verður húsið að fara eftir stærð
og kröfum fjölskyldunnar. —
Það er ekki að undra, þó flestar konur hafi afsalað sjer
afskiftum af fyrirkomulagi íbúðarhúsa. Þær liafa fæstar
þekt annað cn það, sem þær áttu sjálfar við að búa, og
hafa fundið að það var að ýmsu leyti stórgallað, en ekki