Hlín - 01.01.1928, Page 27
Hlin
25
getað gert sjer grcin fyrir hvað koma ætti í staðinn. Þær
hafa sem sjc vantað almenna mcntnn á þessu sviði. —
Konurnar þurfa. að skilja húsauppdrætti og geta gert
sjer glögga grein fyrir, hvernig húsin líta út, þegar þau
eru fullgerð. Þær þurfa að vita upp á hár, hvað er nauð-
synlegt og hvað ónauðsynlegt i búri og eklhúsi. Þær
þurfa að þekkja fyrirkomulag eldavjela og annara hitun-
artækja, bera skyn á loftræstingu, vatns- og skólpleiðsl-
ur o. s. frv. — Og vegna sinna margþættu heimilisstarfa,
hafa konurnar hin bestu skilyrði til að átta sig á þessu,
fljótt og vel. Nokkurra stunda kensla og áhugi fyrir mál-
inu mundi nægja. Þegar búið er að vekja skilning þeirra
á þessu máli, inunu þær brátt sjá það, meðal annars, að
besta ráðið til þess, að hver hlutur á heimilinu sje á rjett-
um stað, er að hverjum hlut sje ætlaður sinn vissi staður
þegar í byrjun.
Kvennaskólarnir okkar og húsmæðraskólarnir eiga að
hjálpa nemendum sínum í þessu efni. Vekja áhugann og
verja nokkrum klukkustundum af námstímanum í þarfir
þessa máls.
Undirbúningur bygginga, uppdrættir og lýsingar liafa
hingað til víðast hvar verið mjög bágborin. Miinnym hcf-
ur yfirleitt fundist, að þesskonar væri hreinn og beinn ó-
þarfi og aukakostnaður. -— Nú er þetta mikiö að breyt-
ast.
Til gamans læt jeg fylgja hjer með uppdrátt að fyrir-
komulagi í eldhúsi, hjónahúsi og stofu. Þegar til framkv. á
tilhögun kæmi, þarf að hugsa hana betur í smærri atrið-
um: Gerð lnirða og glugga, skápa- og skúffustærð o. fl.,
og gera þá um leiö uppdrætti af því í stærri mælikvarða cn
hjer er gcrt. Eftir þcirri teikningu smíðaði svo smiðurinn.
Knararbergi 22. mars 1928.
Sveinbjörn Jónsson.