Hlín - 01.01.1928, Side 32
30
Hlín
rækt í Borgarfjarðar- og Mýrarsýslu. — Tíð var sæmilega
góð og þessu starfi var harla vel tekið í Borgarnesi, og var
ýmist sáð í garða eða sáðkassa til að planta út, bæði
blómum og grænmeti. Fólk keptist við að koma upp
blómagörðum og prýða sem best kring um híbýli sín, og
leit um stund út fyrir, að fjöldinn hugsaði ekki um önnur
störf.
Jeg starfaði þarna eitthvað fyrir 20 heimili, og altaf
var hópur af fólki að horfa á, sjerstaklega voru það börn-
in, sem voru sólgin í að nema eitthvað í garðyrkju. Þegar
kom að því að planta út úr sáðkössunum, hafði jeg stutt
námsskeið í því. Um 16 manns störfuðu þar, og var jreim
skift í hópa við að sá, planta og vökva. Hver hópur kept-
ist við að hafa sinn reit sem fallegastan. Þurkar voru
miklir á eftir, og var ekki hægt að vökva sem skykli vegna
vatnsskorts. Alt fór þó sæmilega vel.
27. Maí fór jeg fyrst upp í sveitirnar að starfa. Þetta
hafði verið slælega auglýst, svo fólk vissi ekki um að
kostur væri á leiðbeiningum, sumt jafnvel ekki fyr en um
miðjan júní.*
Jeg fór bæði vestur á Mýrar og um Borgarfjörðinn ineð
fræ og plöntur, og skifti því niður á bæina. Fólkið tók
þessu vel og bað mig að koma, þar sem það vissi um
starfið. Sjerstaklega voru það húsmæðurnar, sem urðu
fegnar að fá leiðbeiningar um hirðingu garða með verk-
færum, því oft verða þær að bæta því starfi á sig með
inniverkunum. Mörg húsmóðir sagði, að sig hefði langað
til að rækta fleiri tegundir af matjurtum, en hún gerði,
en ekki haft þekkingu á því nje tíma til þess. —Heima-
sæturnar vildu margar fá blómagarða við bæinn sinn og
voru fúsar til að hjálpa til að mynda hann, sækja trjá-
plöntur í skóg o. fl., en girðingu Ijetu karlar feður þeirra
* Kvenfjelagsskapur hefur til þessa verið lítill sem enginn á
þessum slóðum.