Hlín - 01.01.1928, Síða 33
Hlín
31
smíða. Vanalegast var oftar spurt, hvort jeg hefði blóma-
fræ en matjurta, því oft er ineira hugsað um skrautið en
nytsemina. Hrepparnir, sem jeg var beðin að koma í voru:
Borgarnesshr., Borgarhr., Stafholtstungur, Þverárhlíð,
Hvítársíða, Hálssveit, Reykholtsdalshr. og Bæjarhr. —
í Reykholtsdal var mest þátttakan í starfinu, enda best
skilyrðin fyrir garðyrkju, mikið af hverum og laugum. —
Ein kona þar, Helga Hannesdóttir á Skáney, er byrjuö á
því fyrir nokkrum árum að rækta skóg í hlíðinni fyrir of-
an bæinn sinn (3—4 dagsláttur eru afgirtar í því skyni.
Trjen skifta hundruðum, sem eru orðin mannhæðar há).
Hún ljet gróðursetja um 400 skógarplöntur í vor, þar sem
sinn helmingurinn var tekinn úr hvorum skógi Norötungu
og Húsafells, og virtust þær kunna vel við vistaskiítin,
og voru farnar að koma til, er jeg kom þangað aftur 5.
ágúst, enda hugsar Helga vel um þær og hlynnir að þeim
engu síður en blómvinur í garðinum sínum heima, því
hún er mjög áhugasöm um alla garðrækt.
Tvö ungmennafjelög, sem eiga trjáreiti, báðu mig að
starfa hjá sjer og laga til í reitunum og var jeg sinn dag-
inn hjá livoru. Það voru »Ungmennafjelag Reykdæla« og
ungmennafjelagið »íslendingur« í Andakíl. Þetta fjelag
setti niður urn 60 trjáplöntur í vor og hefur í hyggju aö
halda því áfram árlega. —
Um flestaV þessar sveitir, er hjer eru taldar, fór jeg
tvisvar sinnum, síðari umferðina til að líta eftir og leið-
beina fólki að matreiða úr því grænmeti, sem þá var
sprottið.
16. ágúst fór jeg til Rvíkur og dvaldi þar í sumarleyfi
mínu, /2 mánuð.
Kvenrjettindafjelag íslands hjelt námskeið I Rvík í mat-
reiðslu matjurta 1.—7. sept., er mjer bar að sækja, sem
jeg líka gerði. Síðast í ágúst bað jeg formann ungmenna-
sambandsins, Friðrik Þorvaldsson í Borgarnesi að aug-
lýsa í samráði við formann Búnaðarsambandsins Jón í