Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 36
34
tílin
áætlun og sjá fyrir góðum dvalarstað milli ferða. Kvenna-
sambönd eru nú víða komin á, þau eru sjálfsögð að vinna
að þessu.
Um miðjan vetur, ekki síðar, þarf nefndin að vita,
hvaða sýslur óska eftir garðyrkjukonu næsta sumar.
Garðyrkjunefndina skipa:
Halldóra Bjarnadóttif, Háteigi, förmaður. Kristín Guð-
mundsdóttir, Gróðrarstöðinni, Rvík, gjaldk. Guðrún Þ.
Björnsdóttir, Knararbergi pr. Akureyri. Sigurborg Krist-
jánsdóttir, Staðarfelli og Sigríður Sigfúsdóttir, Arn-
heiðarstöðum í Múlaþingi. H. B.
Að klæða Iandið.
Ef þið viljið rækta ilmbjörk heim undir bænum ykkar,
þá er það ofur einfalt. — Þið fáið leyfi lijá einhverjum,
sem hefur skógarland, að taka þar plöntur. Hafið svo með
ykkur stóran hníf og hriakktösku. Þegar í skóglandið er
komið, veljið þið þær plöntur, sem beinastar og fallegast-
ar eru, helst að þær sjeu með beinum stofni, ekki hærri
en svo, að þið komið þeim beinum í töskuna. Skerið svo
með hnífnum hring, það langt frá plöntunni, sem svarar
rúmlega ummáli krónu plöntunnar, takið svo upp hnáus-
inn með höndunum og rífið jarðveginn utan af rótunúm,
en varist að skemma þær. Breiðið eitthvað ofan á ræturn-
ar, svo þær ekki skrælni, meðan þið takið upp meira. —
Ekki skuluð þið ganga fram hjá litlu plöntunum, því þær
eru engu síður farsælar til gróðursetningar, jafnvel þó
þær sjeu ekki nema einn þumlungur á hæð. í vanalega
hnakktösku má koma 20—40 plöntum. Þetta má gera á
hvaða tíma sumars sem er, en best að gera það á vorin,
þegar frost er nýleyst úr jörðu.
Gróðursetning. Það svæði, sem sett er niður í, þarf að
vera svo vel girt, að erígin skepna kamist þar inn til aö
skemma.
Með skóflu er stungin hola, jarðveginum rótað, svo