Hlín - 01.01.1928, Page 37
Hlin
35
hann veröi inýkri, láta áburö saman við moldina og setja
svo plöntuna niður, að rætur liggi sem eðlilegast og mold
fari vel á milli þeirra. Þegar búið er að fylla holuna að
mestu, er vökvað vel, og svo fylt að fullu. Þá á plantan
að standa vei stöðug og jafnhátt og þar sem hún var tekin.
Qott er að láta steina við plöntuna, þaö heldur að raka og
ver því aö hún lyftist eins upp af holklaka. Milli plantna
mætti hafa 2—3 álnir. Ef þurkar ganga, þarf að vökva,
svo plönturnar ekki skrælni. — Ef gras vill vaxa upp með
plöntunum, þarf að rifja það frá, svo það kæfi þær ekki.
Jeg hef reynslu fyrir svona lagaðri skóggræðslu og hefur
gefist vel. Hlíðin, sem jeg er að klæða fyrir ofan bæinn,
er grasgeirar og melar. Jeg hef sett plöntur í melinn, og
lítur út fyrir að þær ætli að þrífast þar vel. — Jeg hef líka
sett niður afskornar nýjar greinar, og kemur fyrir að þær
festi rætur, en þær verður aö setja í góöa mold og láta
þær vera höggunarlausar og vökva, þegar þarf. Líka hef
jeg komið til reynivið á sama hátt. Rótarskotum er líka
auðvelt að koma til með þessu móti.
Heimilisiðnaður.
Ketnbing.
Annar landsfundur kvenna, sá er haldinn var á Akur-
eyri s. 1. sumar, valdi nokkrar konur, víðsvegar að af
landinu, er hann fól að hrinda í fránikvæmd ýmsum sam-
þyktum fundarins um heimilisiðnaðarmál; m. a. því, að
hlutast til um það við framkvæmdastjóra kembistæöanna,
að þeir geri hvað þeir geta til þess að bæta kembu og lopa,
þar eð það er öllum vitanlegt, að óánægja er rnikil og al-
inenn með hvorttveggja. 3*