Hlín - 01.01.1928, Page 38
36
Hlín
Það sem ullarsendendur sjerstaklega kvarta yfir og
sem þeir ekki geta að gert er: misjafn lopi og mislitur, en
misjafn lopi er óhæfur í spunavjelar og mislitur lopi ó-
Iiæfur til vandaðrar vinnu.
Þar eð framgangur íslensks heimilisiðnaðar hv.ílir nú á
'spunavjelunum að miklu leyti, en heimilisiðnaðurinn er
eitthvert mesta þjóðþrifnaðarmál, sem allir íslendingar að
sjálfsögðu styðja, þá liggur það í augum uppi, að ullina
verður að kemba með sjerstöku tilliti til þeirra fyrst og
fremst. — Hitt er ennfremur vitanlegt, að ullarsendendur
eiga sjálfir nokkurn þátt í misfellum þeim, sem á kemb-
ingunni eru. Þessvegna hefir nefndinni komið saman um
eftirfarandi tillögur:
I. Að framkvæmdastjórar kembistæðanna sendi nefnd-
inni skriflegar þær kröfur, er þeir gera á hendur ullar-
sendanda, þannig að vjelarnar, sendinganna vegna, geli
unnið vel úr ullinni.
II. Að kembistæðin lækki verðiö á allri keinbu, en þó
sjerstaklega á stórum ullarsendingum, svo það geti orðið
til þess að ýta undir sendendur að sameina sendingarn-
ar, en það er báðum aðilum hagur. — Loks biður nefndin
framkvæmdastjórana að sýna sjer þá velvild, að senda
svar sitt fljótlega, utanáskrifað til Halldóru Bjarnadóttur,
Háteigi, Reykjavík.*
Reykjavík, í júlímánuði 1927.
Virðingarfylst.
Fyrir liönd nefndarinnar:
Halldóra Rjarnadóttir.
Háteigi, formaður.
Ragnhildur Pjetursdóttir.
Háteigi.
Guðrún Torfadótiir.
Frá Stokkseyri.
* Sambandsfundur norðlenskra kvenna, haldinn á Blönduósi,
24. og 25. júní, kaus nefnd, er semja skyldi áskorun til kembi-
stæðastjóranna. Aðfinslur aðallegaþær.sömuoghjererunefndar.