Hlín - 01.01.1928, Side 39
Hlin
37
Svör verksmiðjustjóranna.
777 landsfundarnefridarinnar i lieiníilisiðnaðarniálum
f r á f o r s t j ó r a »G e f j u n a r«.
Heiðrað brjef yðar frá 1. júlí s. 1. höfum við meðtekið
og athugað innihald þess. — IJjer segið í heiðruðu brjefi
yðar, aö þaö sje öllum vitanlegt, að óánægja sje mikil og
almenri með kembingu frá kembiverkstæðum landsins.
IJetta álítum viö að sje óþarflega djúpt tekið í árinni, a.
m. k. hvað Klæðaverksmiðjuna »Gefjun« snertir. Klæða-
verksmiöju okkar hefur ekki borist ein einasta umkvörtun
á kembingu þetta s. I. ár, og eru menn þö ekki alment
vanir aö liggja á því, sem miður má fara í orðum og at-
höfnum meöbræðra sinna, og þá því síður, þegar þeim
virðist sjálfum sjer skaði gerður. — En þrátt fyrir þetta,
er því ekki að neita, að talsverðar umkvartanir heyrðust
fyrstu árin eftir að handspunavjelarnar fóru að verða al-
mennar, og stöfuðu þessar misfellur að nokkru leyti af
því, að það var leitast við, fram að þeim tíma, að kemba
hverja lopasendingu út af fyrir sig, hvort heldur sending-
in var stór eða smá. Þetta gerði það að verkum, að kembi-
verkstæöin gátu engu ráðið um gildleika lopanna, hann
takmarkaðist algerlega af þyngd sendingarinnar. Þetta
var ekki svo bagalegt, meðan spunnið var á rokka, því
að spunakonan gat teigt því meira úr lopanum, sem hún
vildi spinna fínna, eða þá lagt 2 lopa saman, ef þcir voru
of fínir. í handspunavjelunum er þetta aftur á móti ó-
mögulegt, og getur því oft komiö fyrir, að lopinn sje ó-
spinnandi, a. m. k. í þá bandstærö, sem óskað er. — Á
síðasta ári var því aðferðinni við ketnbinguna gerbreytt.
Allar ullarsendingar voru metnar og flokkaðar eftir lit
og uliargæðum og svo aðeins kembt i stórum skömtum,
50—100 kg. í einu. Við þessa breytingu hefir unnist:
1) að hægt er að hafa gildleika lopanna nákvæmlega í