Hlín - 01.01.1928, Síða 40
38
Hlin
samræmi við þá bandstærð, sem spinna á úr þeim. 2)
Samkembing verður mikið betri, a. m. k. er útilokað, að
yst og inst í lopunum sje annar iitur en aðallopinn, eins
og oft gat átt sjer stað áður. 3) Fituíburðurinn verður
eftir föstum reglum, þannig, að hann verður alveg hæfi-
legLir (ekki of lítili eða of mikill), en meðan kembt var
úr hverjum poka fyrir sig, var fituíburðurinn handahófs-
verk. 4) Ullin Ijettist mikið minna í kembingunni.*
Þótt við vitum, að fólki sje mikið áhugamál að fá lopa
úr sinni ull og hafi jafnan lagt ríkt á viö verksmiðjuna
að svo væri gert, þá hefir þö matið og flokkunin tekist
svo vel þetta s. 1. ár, að ekki ein einasta umkvörtun hefir
heyrst, eins og áður er getið.
Breyting þessi á aðferð við kembinguna er tekin upp
eingöngu til þess að reyna af fremsta megni að full-
nægja kröfum almennings um lopagæðin, en á hinn bóg-
inn er tilgangslaust að krefjasf þess sem óframkvæman-
legt er. Og til þess að liægt sje að vonast eftir góðum
lopa, þurfa ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi. Þaö er
því barnaskapur af mönnum að halda, að þeir geti sagt
fyrir um þá kosti, sem loparnir þurfa að hafa, og þó jafn-
framt sett kembiverkstæðunum skilyrði fyrir, hvernig þau
eigi að vinna og úr hverju þau eigi að vinna, án þess að
hafa minstu þekkingu á því lögmáli, sem vinnan hlýtur að
lúta.
í þessu sambandi langar mig til að taka það fram, að
frá mínu sjónarmiði eru handspunavjelarnar yfirleitt ekki
vel fallnar til þess að vera mælikvarði á lopakembingu,
vegna þess: 1) að handspunavjelin er frá »mekanisku«
* Þessa samsteypu og’ flokkun ættu ullarsendendur að fram-
kvæmœ njálfir heima hjá sjer. Þá spöruðust smásendingar
báðar leiðar. — Kembivjelastjórar hafa tjáð sig fúsa til að
lækka kembilaun til muna, ef samtök yrðu um sendingar.
Rilstj.