Hlín - 01.01.1928, Síða 41
Hlín
39
sjónarmiði stórgallaö verkfæri, 2) að ýmsir menn eru
látnir smíða þær, og þessir menn eru, eins og gengur, þótt
smiðir sjeu, mismunandi hagir og vandvirkir, og 3) af því
að þeir menn, sem spinna á vjelarnar, eru mismunandi
verklægnir og margir sem ekkert til þess kunna, þá er
auðveldast að skella skuldinni á lopana, ef illa gengur.
Það sem því mest á ríður frá mínu sjónarmiði er: 1) að
handspunavjelarnar sjeu undir eftirliti og vandaðar eftir
bestu föngum, 2) að mönnufn verði kend notkun þeirra
og meðferð og 3) að ullareigendur sendi viðunandi ull í
hverja bandstærð og taki fram, hve gróft band eigi aö
spinna úr lopanum.
Akureyri 25. ágúst 1927.
Virðingarfylst.
Jónas Þór.
F r á forstjó'ra »Á 1 a f o s s«.
Vjer höfum meðtekiö heiðrað brjef yðar, dags. í júlí
1927, er vjer þökkum hjer með. Það er oss mikil ánægja,
að fá tækifæri til að ræða þessi mál við yöur, sem um
getur í brjefi yðar. Það er að okkar áliti hin mesta nauö-
syn, að þessir aðiljar skilji hvor annan, og allir vjnni
saman að því að auka og fullkomna iðnaðinn í landinu,
og þá sjersaklega heimilisiðnaðinn.
Hvað Klv. »Álafoss« viðvíkur, þá hefir framkvæmda-
stjóri hennar á síðustu árum af öllum mætti reynt að full-
komna og endurbæta vjelar og vinnu verksmiðjunnar á
ö 11u því, sem til hennar hefir verið sent, svo sem á lyppu,
bandi og dúkum. Síðastliöin 2 ár hefir vinna veriö svo
góð og fullkomin, að vjer höfum fengiö mesta hrös fyrir
bæöi vinnu og frágang. Ef beðið er um lyppu lil hand-
spunavjela, þá er sjerstaklega tekið tillit til þess við vinn-
una, hve mikil feiti er notuð í ullina. Sömuleiðis er tekið