Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 42
40
Hlín
til greina, þegar beðið er um lyppu fyrir sjerstaka stærð
á bandi.
bað ríður mikið á, að sendendur ulíar sendi hana í
kössuni, til þess að liægt sje að ganga svo vel frá lypp-
unni, að hún skemmist ekki á leiðinni til eigandans við
umskipun o. fl. Vjer fáum ullina senda í kössum frá
mörgum viðskiftamönnum vorum og sendum lyppuna til
baka í þeim, og hefur það undantekningarlaust reynst
mjög vel.
Mestum erfiðleikum er það bundið við vinnu á ullinni,
hve fólk sendir hana óhreina. — Það ríður á að tala al-
varlega við konur um það, að þær sendi þá ull, sem þær
ætla til vinnu, vel hreina, þau hin miklu óhreiniridi sem
eru í ull víðsvegar að, eru til mikils óhagræðis. Vjer
þurfum ekki að skýra það fyrir yður, hve mikill skaði það
er fyrir verksmiðjuna, þegar vjelarnar, eftir að búiö er að
hreinsa þær, sem tekur margár klukkustundir, fyllast
strax aftur af óhreinni ull. — Ullin ljettist líka af þessum
ástæðum óheyrilega mikið, eigandinn verður sáróánægð-
ur og skammar verksmiðjurnar, kennir þeim um alt sam-
an. — En kostnaðurinn við að hreinsa vjelarnar eftir
þessa óhreinu ull er oft miklu nieiri en fæst fyrir vinnuna,
Þjer gerið mikiö, ef þjer getið fengið fólkið til að þvo ull-
ina betur. —Til þess að þjer fáið fulla vissu um, að vjer
vinnum vel, þá sendið okkur hreina ull og góða, þá fáið
þjer vel unnið í Álafossi. Að vísu fáuin vjer meirihlutann
af ullinni vel þveginn, en það eru enn svo margir, sem
senda óhreina og illa þvegna ull, til þess að vinna úr fín-
an og góðan lopa, að vjer stöndum undrandi með ullina
í höndum, og vitum strax að hjer verður okkur um kent,
ef lopinn verður ekki góður, og hann verður aldrei góð-
ur úr óhreinni ull.
Landsfundarnefndin gerði heimilisiðnaðinum íslenska
hið mesta gagn, ef hún gæti fengið því framgengt um