Hlín - 01.01.1928, Síða 43
Hlin
41
land alt, að ullin yrði betur þvegin, áður en hún er senci
verksmiðjunni til vinslu.
Viðvíkjandi verðlagi á vinnu nú, þá liefir Klv. »Ála-
foss« veriö á undan öllum kembjverksmiðjum í því að
lækka vinnulaunin. — Vinnulaun vor eru nú 0.75 pr. /2
kg. á lyppu. Þessi vinnulaun eru aðeins 3var sinnum hærri
en fyrir stríðið, en þau vinnulaun, sem vér greiðum verka-
fólki voru, eru 4—5 sinnum hærri en þau voru fyrir stríð,
svo í því hlutfalli erum vjer mjög sanngjarnir. En svo er
annað, við verðum oft að eiga útistandandi greidd vinnu-
laun yfir lengri tíma. Það er okkur tap.
Vjer gerum alt sem okkur er auðið til þess að auka
og fullkonma framleiðsluna, og í því efni hefur okkur
hepnast mjög vel, enda hefur eftirspurn og sala á okkar
framleiðslu aukist mjög hin síðari ár.
Vjer höfum reynt að fá nokkra viðskiftamenn vora til
að senda ull sameiginlega til verksmiðjunnar, en það hef-
ur reynst ^lveg ómögulegt. Hver kona hefir sína ull, sem
hún velur fyrir sig, með sínum sjerstaka lit og smekk, og
getur því ekki haft saman við aðra að sælda i því efni,
en það væri mikill hægðarauki, ef ullin væri send í stór-
uin sendingum, og ekki nema sjálfsagt að taka tillit til
þess með verðið, þegar þjer getið komið þeim samtökum
á um land alt.
Vjer vonum að þjer, heiðvirðu konur, sem hafið áhuga
á því að skapa og viðhalda íslenskri menningu og þar
ineð íslenskum iðnaði, takið höndum saman um aö út-
rýma erlendri vöru, hvaða nafni sem nefnist og' hvar sem
er á landi voru. — Islenskur heimilisjðnaður á að vera
grundvöllurinn undir þvi starfi, sem á að þroska hina
sönnu ættjarðarást hvers einstaklings, fyrst hjá honum
sjálfum og svo út á við. — Islenska menningu eigum vér,
sem nú lifum, að skapa fullkomnari, fegurri og heilbrigð-
ari en áður hefir þekst. — Þjer, sem starfið að heimilis-